Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Dreamcatcher
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst Dreamcatcher allveg ágæt mynd en samt mundi ég ekki flokka hana sem eitt af meistaraverkum Stephen King eins og til dæmis Shawshank Redemption og The Green Mile.

Myndin er um fjóra æskuvini sem að koma saman á hverju ári, og hafa gert það síðustu tuttugu árin í veiðikofa í Maine fylki í Bandaríkjunum. En svo að maður fer ekki of langt ofan í söguþráðinn er þar sýking og geimverur og bandaríski herinn sem að heldur að hann geti bjargað öllu.


Samt yfir höfuð er þetta ágætis mynd, ég mæli með henni ef að fólk vill sjá fína spennumynd en ekki ef að það er allveg rosalegir aðdáendur Stephen King.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei