Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Thin Red Line
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Thin Red line er hin eina sanna stórmynd. Hún er stórkostleg upplifun frá byrjun til enda. Það sem er svo frábært við myndina er að hún leggur áherslu á stríðið í stríðinu (Þ.a.s sálarstríð hermanna). Stríðið er séð frá misjöfnum persónuleikum og við það myndast misjöfn sýn á stríðið. Í hinu fjandsamlega umhverfi berjast hermenn bæði fyrir lífi sínu og geðheilsu. Terence Malick nálgast efni að mjög mikilli næmi og tilfinningu og það er ótrúlegt það skuli vera 20 ár síðan hann gerði sína seinustu mynd. Myndinn er mjög átakaleg. Þó er ekki til væmni eða melódramatík í henni (vill oft verða með svona Hollywood stríðsmynd) Thin Red Line er líka einstaklega ljóðræn það sem pælingar aðalpersónu svífa í gegnum þig og þú færð gæsahúð við að upplifa pælingar hans um hugtök eins og ástinna, íllskuna og góðleikann. Myndmálið er mjög sterkt og gerir kröfur til þín. Helstu gallar eða galli myndinar er George Cloney; Það er eins og Malick hafi sagt (eftir mikið þras) "okey þá ! þú mátt vera með,, og hafi síðan skotið þeim inn eins og lélegri auglýsingu. Einnig er myndinn dálítið löng og ég ráðleggi fólki að horfa á hana í tveimur hlutum. Það virkaði vel á mig. Þessi mynd gerir kröfur til áhorfendans og ekki er víst að allir fíli það að þurfa hugsa og upplifa staðinn fyrir að láta mata sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei