Gagnrýni eftir:
Darkness Falls0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er engann veginn sáttur við darkness falls. Í fyrsta lagi er nafnið á myndinni bara einn stór b-myndastimpill. Í öðru lagi er draugurinn alveg óþolandi því hann birtist við hvert einasta mögulega tækifæri í myndinni og öll atriði hafa að minnsta kosti 3x eitthvað til þess að bregða fólki. Þetta er líka ALLT OF fyrirsjáanleg mynd maður veit alltaf hvað gerist næst því það eina sem gerist er ó nei! draugurinn er hér og ekki gera þetta því annars deyrðu! ég er að bjarga þér! trúðu mér!. Þetta þýðir þó ekki að leikstjórinn sé lélegur því hann lét lélegasta leikarann deyja fyrst og enginn hefði getað gert neitt gott með mynd um tannálf sem snýr aftur sem draugur í hefndarhug vegna þess að hann var drepinn af þorpsbúunum. En hvað er ófrumlegra en að vondi kallinn þoli ekki ljós ég meina kommon! Þetta er þó fín mynd fyrir þá sem hugsa bara um að láta bregða sér því það er nánast það eina sem þessi mynd státar af. Vonandi er þetta enginn spoiler sem trailerinn er ekki búnn að sýna. :-)

