Gagnrýni eftir:
Legally Blonde 20 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Legally blonde er leiðinlegasta mynd sem ég hef séð. Ég féll næstum því í grát við að horfa á þessi þvílíku leiðindi og ég hef aldrei verið jafn þundlyndur og á þessari mynd. Mér fannst eins og mér væri refsað fyrir eitthvað þegar ég sat undir þessari skelfingu. Sjálfsálit mitt hefur lækkað um helming þegar ég hugsa um að ég borgaði mig sjálfviljugur inn á þessa mynd. Reese Witherspoon er ekki nógu sæt til að halda manni við efnið og ég mun aldrei aftur horfa á mynd með henni. Þessum einum og hálfa klukkutíma (sem mér fannst eins og eilífðin) næ ég ekki aftur en ég bið ykkur sem eruð að lesa þetta að forða ykkur á hlaupum og gera ekki sömu hræðilegu mistök og ég gerði. Klippingin sökkaði líka.

