Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Once Upon a Time in Mexico
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég get ekki sagt annað en að ég hef sjaldan farið á verri mynd. Söguþráðurinn er ruglandi og óskiljanlegur, tilgangur sögupersónanna virðist renna út í sandinn og lok myndarinnar, sem vanalega ættu að greiða úr öllum ruglingnum, valda gríðarlegum vonbrigum.


Kvikmyndatakan sem slík er ágæt og einnig nokkur bardagaatriði en klipping og öll framsetning eru að mínu mati í slakasta lagi og auka enn frekar á ruglinginn.


Myndin fær eina stjörnu vegna nokkurra góðra bardagaatriða, góðs leiks úrvals leikara en líður fyrir lélegan söguþráð og hörmulega leikstjórn.


Ég mæli með að horfa á þessa þegar hún kemur út á spólu og þá eingöngu til þess að sjá með eigin augum sögulegt klúður á framhaldi þess frábæra verks sem Desperado er.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei