Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Secret Window
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er enn ein myndin sem sýnir hversu góður leikari Johnny Depp er. Í þessari mynd eru aldrei dauð augnablik. Þessi mynd minnir mann samt óhugnalega mikið á Fight Club þar sem hið ófyrirsjáanlega gerist í bláendann. Þessi mynd fjallar um rithöfund (Johnny Depp) sem leigir sér kofa til að skrifa bók en þá bankar upp hjá honum maður (John Turturro) sem segir að hann hafi stolið sögunni sinni og eftir það byrjar æsispennandi atburðarrás en samt er aldrei er langt í grínið. Maðurinn byrjar að áreita hann og gerir marga illa hluti. En ekki treysta því sem þið haldið vegna þess að margt ófyrirsjáanlegt gerist. Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir þá sem hafa gaman af myndum sem fá hnakkahárin til að rísa og hjartað til að pumpa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei