Gagnrýni eftir:
The Last Samurai0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Last Samurai gerist á 19. öld þegar borgarastyrjöld geisar í Japan á milli hinnar gömlu stéttar samúræja og manna keisarans sem vilja færa Japan til nútímalegri og vestrænni hátta. Tom Cruise leikur Nathan Algren sem er bandarískur drykkfeldur höfuðsmaður sem tekur að sér að þjálfa japanska herin til að berja niður uppreisn samúræja. Algren er þunglyndur eftir sína eigin bardagareynslu vegna þess að hanntók þátt í miskunarlausum árásum á Indána byggðir í Bandaríkjunum þar sem hann drap bæði konur og börn. Eftir aðeins stutta þjálfun leiðir hann her japana gegn samúræjunum, en það endar með ósigri og Katzumoto (Ken Watanabe) leiðtogi samúræjanna lætur handtaka hann. Algren er í haldi samúræjana yfir heilan vetur, og smám saman fer hann að sjá lífið með augum þeirra. Þessi mynd er byggð á atburðum sem áttu sér stað þegar veldi samúræjanna var að líða undir lok og Japan að nútímavæðast. Í myndinni segir frá leit Algrens að sjálfum sér. Leikarar myndarinnar eru frabærir. Cruise er góður sem Algren og Watanabe er einnig öflugur í hlutverki katsumoto. Masato Harada er líka fínn í hlutverki Omura, aðalandstæðings samúræjanna. Myndin er ekki langdregin en hún er ansi Bandarísk og hetjudáðir Tom Cruise eru rosalegar. Fín mynd mæli með hennií alla staði, ein af betri myndum ársins 2003.

