Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Ghosts of Mars
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja góðir hálsar ég sá Ghosts of Mars nú fyrir stuttu og ætla ég að fjalla örlítið um hana hér að neðan. ---Ghosts of Mars fjallar um sérstakan lögreglu hóp á plánetuni Mars sem Melanie (Natasha Henstridge) leiðir. Þau fara á littla fanganýlendu til þess að flytja hættulegan fanga að nafni Williams (Ice cube) milli fangelsa. Í ljós kemur að stór hópur starfsmanna á stöðini hefur drepin á hryllilegan hátt og ekki er allt sem sýnist. Komast Melianie og vinir hennar að því að þeir sem eru en lifandi á stöðini eru andsettnir af einhvers konar afli sem vill einungis drepa aðra menn (kannast eitthvað við þetta :)Melanie fær þá Williams og hina fangana til þess að aðstoða sig við að drepa þessu óvelkomnu gesti og komast burt af stöðini lifandi---. Ghosts of Mars er nokkurn vegin samblanda af myndini The Thing og Assult on Precinct 13 sem báðar eru gerðar John Carpenter. En ég verð að segja að Ghosts of Mars er en ein sönnun á því að þó mér þykir erfitt að segja þetta en að John Carpenter sé búinn að vera. Myndin spannar B. mynda leikara hóp sem sýnir hæfileika á C. Mynda leikara hóp og spennan er sama sem engin. Handritið og músíkin er eftir John Carpenter og líkist handritið eins og byrjunar uppkast kvikmyndanema og músíkin er svo langt frá því að vera í takt við spennuna ?sem ég var að nefna að væri nákvæmlega engin?. Ghosts of Mars er svo langt frá því að vera eitthvað nýtt fyrir utan það að hún gerist á Mars og vona ég svo innilega að John Carpenter komi með alla vega eitt comeback áður en hann hættir. Ég held að það sé alveg óhætt að segja að þessi mynd er alveg örgglega ekki þess virði að sjá í bíó og ef ég myndi ráða þá væri best að bíða eftir henni á videoi eða nei frekar að sjá hana bara í sjónvarpinu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
From Hell
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

From Hell er nýjasta útgáfa af hinum sögufræga Jack the Ripper en hún er leikstýrð af bræðrunum Albert Hughes og Allen Hughes. Við fylgjumst með gleðikonunni Mary Kelly (Heather Graham) og lauslátu vinkonum hennar árið 1888 í Whitechapel hverfinu í lundunum. Skindilega byrja gleðikonurnar að finnast á götuhornum limlestar á hreynt ógurlegan hátt. Rannsóknarlögreglumaðurinn Frederick George (Johnny Depp) er fenginn til þess að rannsaka þessi villimannslegu morð og reka leiðir saman hjá Frederick og Mary Kelly. Með hjálp hvors annars komast þau nær og nær morðingjanum þar til að Frederick kemst að því að eitthvað meir liggi á baki morðana og þá hefst hasarinn. From Hell gerist 1888 og veit ég ekki hvort að myndin hafi verið tekin að parta til í Englandi en sviðsettningin er hreynt út sagt snilld. Ef Whitechapel var í einhverja líkingu við það sem það leit út í myndinni með rónunum, hórunum og fleyru þá mundi ég ekki hafa viljað vera þar á þessum tíma. Söguþráður myndarinnar á víst að vera í líkingu við teiknimynda bókina Jack the Ripper þannig að ég veit ekki mikið um það mál en handritið hvort sem það er byggt á söguni eða ekki er mjög gott. Leikararnir eru allir ágætir og var Heather Graham nokkuð góð þó að Johny Depp hafi verið aðsjálfsögðu bestur. From Hell er góð mynd sem er eflaust besta kvikmyndin til þessa um hinn fræga Kobba Kviðrist eins og hann er kallaður á íslensku. Hún er hæfilega löng og inniheldur allt það sem góð spennumynd á að hafa þannig að ég mæli með að fólk skelli sér á hana í bíó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Baise-moi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ja, ég veit ekki. Þeir hjá Regnboganum fá nú allavega punkt fyrir markaðssetninguna. Ég er nú gamall perri svo að mér fannst þessi mynd svona allt í lagi. Ég held nú samt að það hefði verið hægt að gera betri mynd um sama efni en sleppa versta kláminu og ofbeldinu. En reyndar gerir þessi mynd útá það. NB! Ég held það hafi verið þrjár konur í bíó þegar ég fór en fullur salur af körlum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Braveheart
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Klassamynd. Frábær leikur, nema kannski helst hjá Gibson sem stundum minnir um of á ameríska súperhetju. Bardagaatriðin eru frábær og trúverðug. Væri gott að sjá fleiri svona.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Clockwork Orange
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var búinn að bíða lengi eftir að sjá þessa mynd, þannig að vonirnar voru kannski of miklar. Samt sem áður er þetta mjög góð mynd. McDowell er hreint frábær en því miður lék hann eiginlega aldrei annað hlutverk eftir þetta. Ég hugsa að ég megi aldrei heyra í Gene Kelly aftur án þess að mér detti þessi mynd í hug. Eftirá spyr maður sjálfan sig, hvernig datt Kubrick í hug að gera þessa mynd? Á hvaða lyfjum var hann?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei