Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Hellboy II: The Golden Army
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stór framför frá fyrri myndinni
Fyrri Hellboy myndin var meingölluð, bæði var það augljóst að myndin fékk ekki eins mikið budget og hún þurfti heldur var þetta meira tilraun til að casha inn á nýju teiknimyndasögu/ofurhetju bylgjuna sem var byrjuð þá, og er að rísa sem hæst þessa dagana.

Plottið var ekkert sérstaklega sterkt og myndin fékk ekki að njóta sín.

Í framhaldinu hinsvegar fær Guillermo Del Toro greinilega meiri peninga, og meira frelsi til að gera það sem honum sýnist og útkoman er vægast sagt góð.

Í The Golden Army er kynntur til sögunnar vondikall sem að maður bæði hatar en um leið skilur og finnur til með. Maður fær að vita meira um söguheiminn og söguhetjurnar. Og það er miklu meira tempó í myndinni, Del Toro tekur sig ekki jafn alvarlega og hann gerði í fyrri myndinni og hér er dansað fínt á milli húmors og spennu, aldrei of mikið í hvora átt.

Útkoman er fínasta teiknimyndasöguræma sem tekur forvera sínum fram í alla staði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Starship Troopers 2: Hero of the Federation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég leigði þessa mynd .. vegna þess að Starship Troopers var splendid mynd. Því miður er ekki hægt að segja það sama um þetta kvikyndi , en það eru gott sem engir frægir leikarar í henni, hvað þá leikarar sem geta leikið uppá marga fiska.

Myndin er hinsvegar hallærislega léleg á köflum , og maður getur hlegið af og til af henni.. en fyrir utan það þá held ég að enginn ætti að leigja hana.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blade II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á Blade 2 með engar væntingar , mér fannst Blade 1 fínasta skemmtun og svona já , frumleg og fín.


Blade2 kom vel á óvart, er dimm og vel gerð , tæknibrellur vel notaðar en stundum aðeins of , t.d í nokkrum bardagaatriðunum .. þarsem annar leikarinn er nánast allur tölvugerður oft á tíðum.

Handritið fannst mér vera heldur betra og svona .. smá twist í þessu :).


Blade II er alveg þessi virði að sjá í bíó þarsem að þetta er bíó mynd , tæknibrellur og drynjandi hljóð,

en ekki búast við mynd sem eigi eftir að breyta lífinu þínu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jeepers Creepers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er svona hálfgerð únglingahrollvekja, táningar og eitt stykki vondur kall. Þessi mynd kom mér nú á óvart og var alveg ágætis skemmtun, mun skárri en margt sem maður hefur rekist á nýlega. Leikararnir voru ekkert til að klappa yfir en þeir svona unnu úr þessu ágætlega og myndin lifði af. Brellur í þessari mynd eru svona lala, ekkert sérstakt en lík eru gervileg á köflum. Vondi kallinn er ágætlega misteríous en missir dampinn þegar lengra er komið. Ágætis skemmtun en ekkert til að bíða æsispenntur eftir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ghosts of Mars
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var nú að vona að þessi mynd væri með einhverju viti, þarsem nafn John Carpenter's er nú bendlað við hana.. ég hafði víst rangt fyrir mér. Leikara úrvalið er eitthvað það daprasta sem ég hef séð lengi í kvikmynd jafnvel Ísmolinn er alveg glataður þótt hann geti verið fyndinn þótt hann sé ekki að reyna það. Myndin fjallar í stuttu um það að dularfullir hlutir hafa verið að gerast á Mars og Desalation eitthvað(Ice cube) á að vera stórhættulegur fangi sem lögreglu lið er sent til að ná í og flytja aftur til jarðar, en þeir vita ekkert hvað þeir eru að fara útí.. Allt í kringum þessa mynd er ódýrara en tævönsk mella, mest af settinu er inní einhverjum industrial klefum og er frekar dapurt, þegar úti við er komið sést ekki neitt því það er alltaf nótt. Handritið er með því þynnsta sem ég hef lent í, minnir mig á lélegan Baywatch Nights þátt(man einhver eftir því..) allar samræður og bara allt sem gerist passar einhvern veginn aldrei saman. Tæknibrellur/búningar er hörmung frá byrjun til enda, Þessar geimlöggur árið 2100 og eitthvað ganga um í leðurjökkum með hagglabyssur einhvernveginn alltof retró, minnir mann á 1960's mynd. Óvættirnir eru líka hræðilegir, einskonar skopstæling á Marilyn Manson eða bara hreint hugmyndaleysi. Hræðileg mynd í alla staði og ekki áhorfanleg nema fyrir ýmsa með furðulegt skopskyn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Green Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Guð minn, ég sver, ég hef aldrei grenjað svona mikið yfir einni mynd, hvernig er hægt að búa til svona ótrúlega mynd sem snertir mann svona ótrúlega???? Svo hló maður á milli grátkastana. Þessi mynd fer beinustu leið upp í topp 3. hjá mér takk fyrir. Þessi mynd er fyrir alla, BARA SNILLD!!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Practical Magic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein af þessum myndum sem hægt er að sjá aftur og aftur og aftur. Frábær leikur og mjög góður söguþráður, alltaf jafn gaman að sjá Söndru Bullock og Nicole Kidman leika saman í svona frábærri mynd. Ég held ég sé búin að sjá hana allavega 15-20 sinnum og alltaf hef ég jafngaman af henni. Mæli eindregið með henni!!!!!!!!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Net
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The net er kannski ekki beint einhver stórmynd, en mér finnst hún samt mjög góð. Ég hef alltaf jafn gaman af því að horfa á Söndru Bullock í þessari mynd. ég á mjög stórt kvikmyndasafn heima, en einhvernvegin verður þessi mynd oft fyrir valinu þegar ég er heima á kvöldin og hef ekkert að gera. Góð afþreying, (samt meira fyrir konur en karla finnst mér). Takk fyrir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hannibal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á hana í bíó, settist niður full af spenningi, viðbúin að sjá mesta trylli sem ég hef nokkru sinni séð....... Svo rúllaði myndin og hléið kom,ég var mjög hissa, en hugsaði með mér að hún yrði örugglega miklu betri eftir hlé, en nei, satt að segja varð ég fyrir hálfgerðum vonbrigðum. Ég man eftir tveimur atriðum sem eftirminnilegum. En samt viðukenni ég að Anthony Hopkins er alltaf jafngóður, alveg hreinn listamaður og Julianne More var góð líka, en söguþráðurinn var ekki alveg nógu góður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Girl, Interrupted
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fullt hús!!!! Þessi mynd er mesta snilld, Hún hefur ótrúleg áhrif á mann og maður fellur alveg inn í hana. Stórkostlegur leikur Angelinu Jolie heillar mann upp úr skónum,enda sannaði hún það á óskarnum, þar sem hún nældi sér í óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki. Hinar stelpurnar standa sig einnig alveg ótrúlega vel. Að mínu mati er þeta besta mynd sem ég hef séð í langann tíma. Frábær tónlist í bland við frábærann leik skapar eina bestu mynd ársins 1999(CNN).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei