Gagnrýni eftir:
The Last Samurai0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá! Maður getur ekki sagt neitt annað um þessa mynd.Tom Cruise sýnir sko hvað í honum býr og líka margir af aukaleikurunum.Þessi mynd inniheldur allt og þá í hæsta gæðaflokki;mögnuð bardagaatriði,sorg og spennu og það besta er æsispennandi lokabardaginn.Gallinn er kannski allt blóðbaðið og nokkur fremur ógeðsleg atriði sem mætti sleppa en þannig eru nú stríð svo......en þetta er sko sannkölluð hetjumynd og mikið um stríðshvatningar.Myndin lýsir mjög vel smáatriðunum hvernig það er að vera samúræji og hermaður:ekki dans á rósum.
Myndin inniheldur líka smá húmor sem varpar ljósi á alla sorgina.Tónlistin er líka hreint frábær og skapar tvöfalda stemningu.Ég mæli með því að þeir sem hafa gaman af sverðabardögum og hasar ættu að sjá þessa mynd,reyndar bara allir!=)

