Gagnrýni eftir:
Dude, Where's My Car?0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Dude where´s my car? er mjög vitlaus mynd sem er samt mjög skemmtileg ef maður fer á hana í góðu skapi. Myndin er um tvo náunga Jessy og Chester sem voru svo ógeðslega fullir að þeir muna ekki hvar bíllinn þeirra er. Myndin er full af fyndnum senum og allkonar bulli um geimverur. Ég mæli með því að þið farið á hana ef þið fílið That ´70 Show því að það er sami maðurinn sem skrifar myndina og þáttinn. Nú ætla ég að hætta, 3 stjörnur er það sem ég gef henni. Zoltan!!!

