Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Final Fantasy: The Spirits Within
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór að sjá myndina Final Fantasy í Smárabíó nú nýverið. Ég verð að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Vissulega get ég tekið undir það sem aðrir gagnrýnendur hafa sagt hér á síðunni varðandi frábæra framistöðu við tölvuteiknun. En þannig er nú samt að menn verða alltaf varir við það að um er að ræða plat. Hreifingar persónanna og útlit þeirra er greinilega óekta svo ekki sé talað um umhverfið Myndin ber það greinilega með sér þrátt fyrir góða tilraun að vera teiknimynd sem er í sjálfu sér allt í lagi. Aðal veikleiki þessarar myndar er svo auðvitað söguþráðurinn sem er hreinlega ömurlegur og persónusköpunin sem ég verð að segja að sé alls ekki trúverðug. Sjá tildæmis vonda gaurinn sem er alveg eins og klipptur útúr stormsveitum Hitlers hann er sko últra vondur. Með vatnsgreiðslu og í þessum líka leðurjakka, það vantar bara handsveifluna og þýska hreiminn. Þessi mynd er hreinlega slæm og ráðlegg ég mönnum eindregið að forðast hana. Það er ekki nóg að mynd sé fjarskafalleg. Sagan og persónurnar verða að bera hana uppi, Aki Ross ber það með sér að vera gerfileg og ótrúverðug, Bangsímon hefur þó aldrei þóst vera ekta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The 13th Warrior
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er hin allra mesta skemmtun! Eins og vinur minn sagði þegar að við gengum úr salinum þá eiga allir sem ertu alvöru Íslendingar að fara á þessa mynd og hlæja!! Það er svo skrítið að heyra þessa "víkinga" blanda saman ÖLLUM norlensku tungumálunum!! Það var var samt sem áður gaman að þessu.. Persónulega þá finnst mer þetta besta myndin hans Banderas að undantekknu KLASSÍKINI Zorro sem var kannski agnar ögn betri en samt ekki, þetta er fín mynd sem margir víkingar ættu að hafa gaman að.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
South Park: Bigger Longer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd slær (að mínum mati) alveg út American Pie, hún er bara peð við hliðina á þessari mynd. Húmorinn á bak við þessa mynd er af hinu illa þar sem það er gert grín að öllu sem má vanalega ekki gera eða er vanalega ekki gert grín af í venjulegum bíó myndum. Þar sem þessi mynd gefur skít í alla þá er hún ein allra fyndnast mynd allra tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei