Gagnrýni eftir:
The Incredibles0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er alveg fyrirtak - 4 stjörnur...Ég fór á forsýninguna og skemmti mér alvarlega vel, það var varla punktur í þessari mynd sem ég grét ekki úr hlátri yfir. Myndin fjallar um þessar tvær ofurhetjur sem drógu sig úr sviðsljósinu til að stofna fjöldskyldu. Rétt áður en hasarinn byrjar sjáum við að þau hafa eignast 3 börn saman, öll með sinn kraft. Stelpan (Violet) er mjög feimin stelpa sem getur gert sig ósýnilega, strákurnn (Dash) getur hlaupið á ljóshraða en má ekki taka þátt í íþróttum og barnið hefur reyndar enga náðargáfu (TEASER - fyrr en seinna í myndinni), allavega...Þessi fjöldskylda er að reyna að lifa hinu eðlilega lífi þegar Mr. Incredible verður rekinn úr vinnunni sinni sem leiðir hann út í að vinna fyrir einhvern misterious gaur sem lætur hann vinna aftur sem ofurhetja...það endar með því að konan (Elastigirl) hans fer að leita að honum eftir að hann fer í eina Business ferð fyrir vinnuna og kemst að því að hann er að gera ofurhetjustörf aftur...áður en hún finnur hann kemst hann að því að þessi misterious gaur sem hann var að vinna fyrir reyndist vera krakkinn sem hafði verið hans mesti aðdáandi fyrir löngu og var alltaf að bögga hann um að fá að vera side-kickinn hans. Hann varð mjög reiður þegar Mr. Incredible neitaði honum svo hann byrjaði að drepa allar aðrar ofurhetjur til að geta orðið ein sjálfur...sú eina eftirstandandi...en svo þegar konan hans finnur hann kemst hún að því að börnin þeirra hafa verið að elta hana alla leiðina og nú þurfa þau að stoppa þennann brjálæðing...Hiklaust 4 stjörnur...
Seed of Chucky0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég elska hryllingsmyndir ótrúlega en þegar sona cheap-crossover mynd kemur finnst mér hún eyðileggja fyrir fyrri myndunum
ég er að tala um myndir sem eru seinastar í seríu.
Sem dæmi má nefna Nightmare On Elm Street myndirnar;
Fyrsta var góð
Önnur ágæt
Þriðja fín
Fjórða ekkert sérstök
Fimmtu mátti sleppa
Sjötta var ekki góð
OG Sjöunda; þegar Freddy fór yfir í raunveruleikann
Hrein HÖRMUNG
Það er það sem þeir eru að gera með Seed of Chucky
Þarna fer Chucky og brúðurin yfir í raunveruleikann
og eru að áreita Jennifer Tilly; sem er líka hörmung
því hún leikur líka brúðurina, hversu mikið þurfa
þessir gaurar að spara þegar sona lagað gerist??
Ég segi að þessi mynd er kjaftæði (fyrir utan drápin og soleiðis)
og hún eyðilagði fyrir mér hinar myndirnar sem voru fínar...
1 stjarna.

