Gagnrýni eftir:
Eragon0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Úfff.... þvílík mistök... það er eins og að kvikmyndafyrirtækið hafi hringt í leikstjórann, sagt honum að þeir vildu gera myndina eragon og hann hefði 1 dag til að lesa bókina og skrifa Screen handritið....... Svo hefur leikstjórinn verið eithvað þreyttur þegar hann var að lesa bókina og dottið einhvernveginn í gegnum einhverja kafla og óvart lent einhversstaðar annarsstaðar þar sem að fullt af persónum vantar í bókina...
Eina persónan sem var flott í sýnu hlutverki var Jeremy Irons, hann náði að leika hlutverkið sitt nokkuð vel þó það hafði verið frábrugðið bókinni að ýmsu leyti.
Allir hinir voru ekkert rosalega sannfærandi í sínum hlutverkum, til að mynda fór röddin í drekanum alveg ótrúlega í taugarnar á mér, og það fór ennþá meira í taugarnar á mér að sjá John Malkovich í hlutverki Galbatorix hann passaði svo engan veginn í þetta hlutverk að það fór í mínar fínustu, og síðast en ekki síst hvað Arja var ótrúlega ólík þeirri mynd sem við eigum að þekkja sem álfur og hvað Eragon var óhraustlegur miðað við hvernig honum er lýst í bókinni.
Hreint og beint: ef þú hefur lesið bókina, þá áttu eftir að hata myndina!.

