Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Í takt við tímann
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fönn, fönn, fönn, ... Það er auðvitað alltaf erfitt að gera mynd númer tvö þegar fyrri myndin er hrein snilld. Þá gerir maður sér líka væntingar um að næsta mynd muni toppa þá fyrri. Með þetta í farteskinu fór ég að sjá Í Takt við Tímann og verð að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þarna tókst mönnum að gera heilstæða íslenska söngvamynd sem óbeint framhald af fyrri myndinni. Textar Stuðmanna hitta vel í mark og lögin allflest grípandi. Ég gekk t.a.m. út raulandi nokkra góða frasa. Dúddi stóð fyrir sínu þótt hann væri kominn á æðri braut en hinir félagarnir. Hann átti fjölmarga góða frasa eins og Ég skal tantra ykkur trunturnar ykkar... og Nei, nei, allavega Fifty/Sixty. Gervi Egils Ólafssonar fannst mér flott og bíð þess að sjá hann opna útfararstofu í þeim stíl sem þarna er líst. Ekki ónýtt að fara ofan í gröfina með svona fjöri. Ég mæli eindregið með að sjá þessa mynd í bíó þar sem bæði mynd og hljóð njóta sín betur en heima í stofu. Einnig hlakka ég til að eignast diskinn með tónlistinni til að geta betur legið yfir textum Stuðmanna sem eru frekar en ekki meinfyndnir og fullir af háði. Takk fyrir mig !
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei