Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Scary Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þegar ég sá Scary Movie hafði ég heyrt mikið um hana og það var allt gott. Og ég verð að segja að hún olli mér engum vonbrigðum. Þetta er næstum því sama vitleysan og Don't Be a Menace. Ég fílaði þá mynd og svo sá ég þá bræður á The MTV Music Video Awards 2000. Þeir eru frábærlega fyndnir. Hiklaust 4 stjörnur. Snilld!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gone in 60 Seconds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þessi mynd geðveik. Reyndar var handritið ekkert til að hrópa húrra fyrir en enda atriðið þegar hann var á Shelbynum var mergjað. ég hélt fyrst að eltingaleikurinn stæði frá byrjun til enda. En samt... Frábær afþreying, ekta sumarmynd, svona mynd sem skilur ekkert voðalega mikið eftir sig en súper afþreying. Það má líka taka fram að miðaverðið er orðið svoldið hátt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mission: Impossible II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ógeðslega fyndin mynd. Sérstaklega þegar hann er að slást. Það er eins og hann hafi verið að spila Tekken 3 alla ævi. Svo er gott að vera í goðum skóm þegar maður fer á mótorhjól. Ég ráðlegg fólki að fara á þessa mynd ef það er í stemmningu fyrir grín og hasar í senn. Frábær skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Stir of Echoes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis mynd sem er fínt að horfa á. Aðeins of mikið byggt upp úr því að hún sé eins og The sixth sense. Strákurinn leikur ekki vel en Kevin skilar sýnu prýðilega. Svolítið of klisjuð. Ágæt afþreying
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blue Streak
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mjög góð mynd. Olli mér engum vonbrigðum. Hún var meira að segja fyndnari en ég hélt. Mæli innilega með þessari
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
South Park: Bigger Longer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er er örugglega lang fyndnasta mynd sem ég hef nokkurn tíman séð. Hvað gert er grín að öllu svo sem skrattinn er hommi með saddam houssein. Og þegar Kyle var að leita að snípnum. Ég mæli svo sannarlega með þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Big Daddy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis mynd en dettur niður á köflum t.d. þessi réttarhöld. Einhvernvegin minna þau mig á Ally Mcbeal. Samt fín Afþreying
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Rock
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tvímælalaust besta spennumynd sem ég hef nokkurntíman séð. Ógeðslega góð tónlist og geðveikt action. Taka þessa mynd, hún er mergjuð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei