Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Enemy at the Gates
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sem mikill áhuga maður um safnfræði og sérstaklega 20.aldar söguna verð ég að leggja orð í belg. Þessi mynd fer að mörgu leiti rétt með sögulegar staðreyndir og mikill metnaður hjá framleiðendum myndarinnar að láta ekki hanka sig á smáatriðum. Þar má nefna mörg dæmi: - Liðsandinn í Rauða hernum og hræðilegt skipulag hans samanborið við Þýska herinn sem stóð á hátindi á þessum tíma. - Henkel flugvélarnar sem flugu í lágflugi yfir borgina og vörpuðu sprengjum. -Búningar hermanna beggja aðila og sérstaklega hefur verið lagður metnaður í vopn hermanna og þungavopn. -Réttur árgangur af T-34 skriðdrekum og þýskir skriðdrekar voru hafðir í felum í þeim tilvikum sem ómögulegt hefur verið að nálgast þá. -Talsstöðvar og fjarskiptamál voru í fullkomnu lagi. -Orrustan um traktors og efnaverksmiðjurnar voru hatrömmustu bardagar Stalingrad orrustunnar. þetta og margt fleira var til fyrirmyndar. Eina sem ég er ekki viss um var hvort Krushjev hafi nokkru sinni verið yfirmaður herafla Rauða hersins á þessum slóðum. Frá sagnfræðilegu sjónarmiði var vandað til verksins og fyrir það fær hún þetta háa einkun. Sem kvikmynd má áreiðanlega finna eitthvað að henni en ég mæli með henni fyrir þá sem sakna vandvirkni í myndum sem þessum.......
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei