Gagnrýni eftir:
Í takt við tímann0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég fór á þessa mynd með engar væntingar og var þessvegna ekkert fúll þó hún væri mjög léleg, en þó var hún eiginlega lélegri en ég átti von á, Í takt við tíman er sennilega versta nafn sem hægt var að velja á mynina því hún gæti ekki verið meira úr takt við tíman tónlistarlega og húmorslega. Það kom mér þó á óvart að salurinn í Laugarásbíói væri nánast tómur kl 16 á frumsýningardegi 2. í jólum en segir kannski margt um Stuðmenn sem skemmtikrafta. Frumleiki er ekki til í þessari mynd og húmorinn er slappari en spaugstofuhúmorinn. Stuðmenn hefðu betur sleppt því að gera þessa mynd og leyft manni að eiga frekar minninguna um ´allt á hreinu

