Gagnrýni eftir:
Í takt við tímann0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í takt við tímann er uppfull af góðum húmor og Eggert fer gjörsamlega á kostum í hlutverki Dúdda, langbesta hlutverk sem ég hef séð hann í. Nýja útgáfan af búktalssatriðinu fræga var mjög vel gerð, kom skemmtilega á óvart og fékk mann bókstaflega til að grenja úr hlátri. Salurinn var stútfullur af fólki og gat ég ekki betur séð en að flestallir hafi hlegið jafnmikið og skemmt sér jafnvel og ég. Lögin í myndinni eru líka mun betri en ég þorði að vona og poppaði hvert lagið á fætur öðru upp í huga mér löngu eftir að ég kom út af myndinni. Ég leyfi mér því að fullyrða að myndin Í takt við tímann sé góð skemmtun og virkilega vel heppnað framhald af myndinni Með allt á hreinu sem sést best á því að ég hef aldrei hlegið jafn mikið í kvikmyndahúsi áður.

