Gagnrýni eftir:
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Áður en ég sá Pirates Of The Caribbean þá bjóst ég við hræðilegri mynd!. Kannski fannst mér hún ekkert rosa hræðileg vegna þeirra óþæginda sem ég var í á meðan ég horfði á hana, ég veit ekki. Það er samt víst að myndin er alveg fín skemmtun og vel hægt að hafa gaman af henni. Leikstjóri myndarinnar, Gore Verbinski hefur verið að gera alveg góðar myndir í gegnum tíðina og þar má kannski helst nefna þær The Ring og The Mexican. Svo er nærri því alltaf víst að það verður skemmtun þar sem Johnny Depp er í aðalhlutverkinu og hér er hann mjög fyndinn sjóræningi alveg samkvæmt formúlunni. Myndin byrjar á því að dóttir aðalmannsins, hún Elizabeth Swann(Keira Knightley) er á skipi og kemur auga á ungan dreng á reki um hafið á litlum fleka. Drengurinn er hífður og upp og nafn hans er Will Turner(Orlando Bloom). Nú líða mörg ár og þá kemur Jack Sparrow(Johnny Depp) í bæinn og hann er tekinn höndum. En rétt eftir þann atburð þá koma aðrir illir sjóræningjar og taka yfir bænum og ræna og rupla öllu sem hægt er og þar á meðal Elizabeth Swann, sem hefur að geyma hlutinn sem ræningjarnir eru á eftir, sem er eins og gullpeningur. Málið er að þetta eru sjóræningjar sem eru bölvaðir og eru í raun draugar. Þeir þurfa hlutinn til þess að aflétta þeirri bölvun og Will Turner ákveður að leysa Jack úr steininum til þess að bjarga ást sinni, henni Elizabeth. Þeir fara á brott og sameina sig við aðra sjórænigja, vini Jack Sparrows. Svo heldur myndin áfram og sömuleiðis baráttan við sjóræningjana. Nýjasta stórstyrnið í Hollywood leikur Will Turner og er að mér finnst fínn í Pirates Of The Caribbean. Allt í allt þá er góð leikstjórn og öll umgjörð myndarinnar flott en mér finnst vanta aðeins upp á spennuna. Fín ævintýra og fjölskyldumynd, enda frá Disney.

