Gagnrýni eftir:
Strákarnir okkar0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég leit á profileinn á þessari mynd og var hissa í meira lagi þegar ég sá að engin umsögn hafði verið skrifuð um myndina. Hver gaf síðan myndinni 3 stjörnur? Mér finnst ærin ástæða til að skrifa gagnrýni um myndina og ekki skemmir fyrir að verða fyrstur til. Ég kom í bíó með vini mínum og hafði nokkuð stórar væntingar til myndarinnar. Ég þekkti nokkra sem léku aukahlutverk í myndinni og var ég spenntur að sjá hvernig þeim reið af. En ég verð að segja að vonbrigðin voru þeim mun meiri. Söguþráðurinn er um strák sem kemur út úr skápnum og gengur til liðs við fótboltalið sem í eru hommar. Höfundarnir hafa haft mjög góðan efnivið að vinna úr og myndin á sína spretti, en það er eins og þeir hafi verið með of miklar hugmyndir í kollinum og mér leið eins og þeir væru að rembast við að að koma öllum hugmyndunum í eina mynd, en í raun væri hægt að gera framhaldsmynd því það var einfaldlega ekki pláss fyrir alla atburði fyrir tæplega tveggja tíma mynd. Útkoman er því ekki góð, söguþráðurinn er sundurslitinn og hann er þunnur í meira lagi. Stjórn þróttaliðs í myndinni hefur af því stórar áhyggjur að homminn smiti aðra í yngri flokkunum en vilja ekki missa góðan leikmann úr liðinu - það hugsar enginn svona í dag og nánast ómögulegt að 5 menn rati saman í stjórn stórs knattspyrnuliðs sem hafa allir áhyggjur af þvi sama, einmitt um að samkynhneigð sé smitandi, það væri raunhæft að hafa einn svoleiðis í stjórn. Mér finnst líka óraunhæft að stilla söguþræði myndarinnar þannig af að einn maður kemur út úr skápnum, skilur við konuna sína, byrjar með strák og skilur síðan við hann - og það allt fyrir hlé. Það ætti að gera svona atriðum gleggri skil. Í byrjun myndarinnar sá ég greinilega að stórar og langar senur voru talsettar, það er eins og hljóðið hafi klikkað. Ég man líka eftir því í fyrra að þá var auglýstur fótboltaleikur sem átti að taka upp fyrir myndina á KR vellinum og fólk kvatt til að mæta, það átti að troðfylla leikvanginn til að gera þetta trúverðugt. En er ég að fríka eitthvað út? Átti þessi leikur sem tekinn var upp að vera í einhverri annari bíómynd? Það er eins og eitthvað mikið hafi klikkað í eftirvinnslu myndarinnar. Ég gef tvær stjörnur og þá helst fyrir sæta stráka og örfáar senur sem standa fyrir sínu.

