Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



American Beauty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég held að það lýsi ekkert þessari mynd betur heldur en viðbrögð áhorfenda í salnum á kvikmyndahátíðinni hérna í Prag. Ekki nóg með að það væri klappað (eitthvað sem gerist venjulega bara á á hasarmyndum a la Die Hard eða Star Wars), heldur voru í mesta lagi tíu manns í fullum sal sem stóðu upp. Allir aðrir sátu orðlausir þangað til síðasti stafurinn í kreditlistanum hafði runnið upp skjáinn. Maður var ekki að leita að búningameistaranum eða hljóðmanninum - maður vildi bara ekki að þessi mynd mundi nokkurn tímann enda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei