Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The 40 Year Old Virgin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þú ert komin í úlpu og skó og ert akkurat að hlaupa í bíó en ennþá ekki búin/n að ákveða myndina þá get ég alveg lofað því að 40 ára gamla hreina meyjan er bráðfyndin... ég meina ég náði því stigi að ég þurfti að spíta kóksopanum á gólfið þegar eitt hlátursatriðið skall á og það hrökk ofan í mig poppið í öðru atriðinu af hlátri.


Myndin fjallar um rólyndismann (Andy) sem unir sér vel í starfi í raftækjaverslun og gera starfsbræður hans allt hvað í þeirra valdi stendur til að hjálpa Andy að komast í bólið með kvennmanni (eitthvað sem hann hefur aldrei gert á ævinni)


Myndin er troðin af smáum sem stærri bröndurum og mikið af neyðarlegum atriðum sem pínlegt er að horfa á.


Myndin er sem betur fer ekki eins hálfvitaleg og American Pie sem yfirkeyrði aulahúmerinn og kom eiginlega bara 14 ára stelpum til að hlæja en þessi nær meira til hópsins sem fýluðu Friends.


Þannig ég fór alveg mjög sáttur út og í góðu skapi.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei