Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Eragon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd hefði getað orðið mjög góð, en í stað þess að yfirgefa bíósalinn ánægður fór ég út pirraður og steinhissa.


Þeir nánast breyttu söguþræðinum, þetta er ekki bókin sem ég las. Það vantar persónur, muni og aðra atburði sem gera þessa sögu eins góða og hún er. Þetta eru líka hlutir sem er haldið áfram að tala um í Öldungnum.


Hvar voru álfarnir! Álfarnir áttu að vera göfugar verur, fallegri en allt, og eyrun .. það fyrsta sem ég tók eftir, þau voru ósköp venjuleg... þetta leit út fyrir að vera venjuleg manneskja og sömuleiðis dvergarnir, þetta var bara hópur af mönnum og dreki sem leit út eins og risa stór köttur.


Þetta voru ein mestu vonbrigði sem ég hef orðið fyrir í sögu kvikmynda! ég vara alla við þessari mynd.. þetta er peningur sem ég sé eftir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei