Gagnrýni eftir:
The Royal Tenenbaums0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd um daginn með skólanum mínum og var þetta óvissusýning. Ég bjóst við ágætri mynd, sérstaklega með alla þessa leikara. En vá hvað það er hægt að gera leiðinlegar myndir. Þetta er með leiðinlegri myndum sem ég hef séð. Fólk fagnaði hlénu og margir fóru út í hlénu. Ég get alls ekki mælt með þessari mynd nema að þú viljir sóa 800 kr í ekki neitt.
Bridget Jones's Diary0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég skil ekki hvað fólk sér við þess ömurlegu mynd. Ég asnaðist til að leigja hana um daginn og bjóst við ágætis mynd þar sem ég hef margt gott um hana. Ég rétt gat brosað yfir henni. Ég rétt gat hlegið af bláu súpunni. Ég missti allt álit á Réne Zellweger í Nurse Betty og ekki var hún mikið skárri hér. Breski hreimurinn var ömurlegur hjá henni. Hugh Grant hefur verið lengi ofarlega á lista hjá mér yfir leiðilegustu leikarana. Hann leikur alltaf einhverja lúsera sem eru að reyna að vera eitthvað rómó. Hann fær þessa hálfu stjörnu fyrir að breyta aðeins um karakter og vera vondi kallinn.

