Gagnrýni eftir:
Garfield
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mig kveið fyrir að sjá Garfield í bíó! Bill Murray lofaði góðu sem Garfield vissulega, en að Odie skildi ekki vera tölvugerður, er skandall eins og svo margt sem kom að gerð þessarar myndar. Hvar er svarti húmorinn? Hvar er hinn eini sanni Garfield? Þó að þetta sé ekki hinn sanni Garfield er samt ekki hægt að segja að myndibn sé leiðinleg þó þetta sé algjör barna og fjölskyldumynd. Maður hlær talsvert auk þess sem að Bill Murray reddar myndinni frá glötun með hreint frábærri talsetningu! Fín afþreying
The Birds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég var ekki búinn að sjá Birds lengi þegar ég sá hana í sjónvarpinu núna á laugardaginn var. Þvílík snilld!!! Alfred gamli var ekkert annað en snillingur, að geta gert svona flotta, skemmtilega og að sjálfsögðu ógnvekjandi mynd árið 1963. Ein besta hrollvekja allra tíma meira að segja á mælikvarða dagsins í dag. Meistaraverk og skildu áhorf fyrir alla sem hafa gaman af kvikmyndum og adrenalíni.
The Crimson Rivers 2: Angels of the Apocalypse
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snilld. Þettta framhald af frönsku snilldinni Les Rivieres Pourpres stendur nánast jafnfætis fyrrennara sínum. Jean Reno snýr aftur sem hinn skemmtilegi, hundhræddi lögreglumaður Niemans. Það er meistari Luc Besson sem skrifar handritð svo það ætti ekki að koma neinum á óvart þó að það sé snilld á ferðinni. Þegar menn sem tengjast ákveðinni trúarreglu fara finnast myrtir í sömu líkamsstöðu og Kristur á krossinum er lögregluforinginn Niemans látinn stjóra rannsókninni. Þegar kafað er dýpra í málið kemur í ljós að þetta er allt annað og mikið meira en bara venjulegur raðmorðingi á ferð. Frábærir leikarar með Jean Reno og Christopher Lee í broddi fylkingar(gaman að heyra Lee tala frönsku og þýsku) sem allir sem hafa gaman að spennandi myndum ætti að sjá. Þetta er almennilegra en flest Hollywood ruslið.
Poltergeist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Poltergeist er frábær mynd og skilduáhorf fyrir alla kvikmyndaáhugamenn. Það sem gerir þessa mynd jafnvel enn betri er að hún er byggð á sönnum atburðum(ALVEG SATT). Með Steven Spielberg sem framleiðanda og Tobe Hooper(Texas Chainsaw Massacre-origninal og Salem´s Lot) sem leikstjóra, ásamt því að vera ein af fyrstu Haunted House myndum eins og þær eru í dag. Góður leikur, scary tónlist og góðar brellur gera þessa mynd að tímamótaverki og algjörlega tímalausri snilld. Undarlegir atburðir fara að gerast í húsi venjulegrar amerískrar fjölskyldu, sem er að upplifa ameríska drauminn, en til að vita meira verðið þið að sjá myndina. Góða skemmtun....
The Royal Tenenbaums
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd með stórleikurum í öllum hlutverkum. Gene Hackman fer á kostum í hlutverki léttgeggjaðs fjölskylduföður sem á í svolitlum erfiðleikum með að segja sannleikann. Börnin hans eru túlkuð á kostulegan hátt af Luke Wilson,Ben Stiller og Gwyneth Paltrow. Bill Murray fer á kostum sem þunglyndur sálfræðingur og Anjelica Huston er góð sem mamman. Danny Glover er líka skemmtilegur sem eiginmaður hennar. Það má ekki segja mikið um söguþráðinn til að skemma ekki en þessi mynd er snilld og skemmtun frá upphafi til enda. Ýkt mynd af raunveruleikanum sem er mjög lærdómsrík. Sjón er sögu ríkari
The Exorcist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stórlega ofmetin mynd að mínu mati. Myndin er mjög góð, en alls ekkert spennandi og alltof langdregin. Þó ég væri með hljóðið hátt stillt var ég við það að lognast út af yfir þessari á köflum. Engu að síður vel leikin mynd, með góðum brellum, en léleg saga eyðileggur alltaf fyrir, og er þessi langt því frá að standa uppi sem besta hryllingsmynd allra tíma. Skylduáhorf fyrir þá sem hafa gaman af hryllingsmyndum, en annars skuluð þið forðast þessa.
Wendigo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fín mynd! Óvenjuleg mynd um skógaranda sem indjánar trúðu á og sumir trúa enn á, sem á að vaka yfir dýrum skógarins, og refsa þeim sem eiga það skilið. Fjölskylda ein fær lánaðan bústað hjá vinafólki sínu, en strax fyrsta daginn kynnast þau skotglöðum, skapbráðum nágranna sem er ekkert lamb að leika sér við. Og brátt fara vægast sagt undarlegir hlutir að gerast. Myndin er vel leikin og spennandi, en ber þess vott að hún er óháð: Léleg kvikmyndataka, brellur og hljóð ásamt illa valinni tónlist draga myndina niður. Samt sem áður áhugaverð mynd fyrir áhugamenn um kvikmyndir.
Little Shop of Horrors
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd, byggð á söngleiknum eftir H. Ashman og A. Menken. Söngleikurinn er hinsvegar byggður á mynd Rogers Corman´s frá 1960, þar sem Jack Nicholson lék sitt fyrsta hlutverk, sem sjúklingur tannlæknisins. Myndin fjallar um Seymor(Rick Morani) sem vinnur í blómabúð í fátækrahverfi. Hann er ástfanginn af búðardömunni Auði, en hún á erfiðu sambandi við kærastan sinn, tannlækninn Orin Scrivello(snilldarlega leikin af meistara Steve Martin). Seymor finnur plönt sem er undarleg og veitir honum mikla frægð. Það er bara einn galli, plantan vill fá blóð!
Snilldarmynd, með frábærum leikurumm og margir frægir í aukahlutverkum á meðal: Bill Murray, John Candy og Jim Belushi(úr According to Jim, á skjá einum). Skylduáhorf fyrir unnendur skemmtilegra mynda.
The Last Samurai
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd, sem lýsir hinni Japönsku samúræja hefð ágætlega. Myndin er greinilega gerð af Edward Zwick, en stílinn er keimlíkur Legends of the Fall. Tom Cruise er mjög fín, en sá sem á myndina er leikarinn sem leikur Katsumoto. Frábær afþreying.
Valentine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Óskaplega þunn unglingahrollvekja um strák sem lagður var í einelti og hefnir sín mörgum árum síðar. Myndin kemur ekkert á óvart(ef maður hefur séð einhverjar svipaðar myndir veit maður upp á hár hvað gerist)og er frekar langdregin þess vegna. Leikur er lélegur og söguþráður enginn nánast. Forðist þessa!!!
Paranoia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fínasta spennumynd! Ung kona þorir ekki út úr húsi vegna þess að fjölskylda hennar hafði verið myrt mörgum árum áður, og hún heldur að morðinginn(Drake) sitji um sig. Þegar morðinginn hringir í hana fer að þróast athyglisvert samband sem getur aðeins endað á einn veg, með dauða annars þeirra. Spennandi mynd með óvæntu plotti.
Scream
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð mynd til að sjá einu sinni! Í fyrsta skipti er myndin góð, spennandi og heldur manni við efnið. Plottið er gífurlega þunnt(eins og í öllum unglingahrollvekjum) en Wes tekst að bæta upp fyrir það með slatta af bregðuatriðum eins og honum er lagið. Skylduáhorf fyrir spennufíkla, en í annað skipti koma gallarnir í ljós.
Scary Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég get ekki sagt annað en að mér finnst Scary Movie myndirnar batna eftir því sem þær verða fleiri. Þessi er þar af leiðandi síst. Hún er vissulega fyndin, en bara algjörlega steikt á köflum, og þá er það ekki fyndið, heldur of steikt til að vera fyndið. Þó mörgum finnist þessi vera best í triógiunni er ég bara ekki sammála. En samt góð mynd með mörgum fyndnum atriðum, leikurum og plotti. Góður leikur og gott handrit.
Resident Evil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fín mynd! Byggð á samnefndum tölvuleikjum sem eru náttúrulega snilld(allavega 1 leikurinn). Myndin stóð ekki undir væntingum, en var engu að síður mjög fín. Skil ekki hvað fólk sá svona ógeðslegt við hana, en mér fannst hún bara svona venjulega mikið af blóði í henni miðað við aðrar normal horror sci-fi mynd. Leikarar eru ágætir en ekkert sérstakir. Myndin fær 2 og hálfa fyrir spennandi atriði og góðar brellur.
The Green Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snilldarleg mynd eftir einni af dramatískari sögum meistara Stephen King. Myndin minnir óneitanlega á Shawshank Redemption enda sömu aðstandendur að myndunum. Tom Hanks er góður að vanda, og Michael Clark Duncan er frábær sem John Cofee. Allir leikarar standa sig vel. Myndin er frábær í alla staði og erfitt að finna veika hlið. Mynd sem er skylduáhorf á fyrir alla sem kunna að meta frábærar myndir.
Dreamcatcher
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð mynd! Hún er tiltululega trú sögunni eftir kónginn og á heiður skilið fyrir það. Að vísu er upprunalega sagan frekar þunn, en að er allt í lagi að hafa svoleiðis öðru hverju. Það er sterkur leikur út í gegnum myndina, en það sem gerir hana þó áhugaverðasta er það hvað Morgan Freeman er svalur í henni, sem gamli ruglaði herforinginn. Það er virkilega gaman að sjá hann sem hálfgerðan vonda kallinn. Góð spennumynd og fín afþerying fyrir flesta sem hafa gaman af spennu og óvissu.
As Good as It Gets
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snilld! Frábær mynd með meistara Nicholson. Lýsir vel sálarástandi hins veika manns, og er í leiðinni fyndin en dramatísk. Helen Hunt kannski ekki alveg nógu sterk alltaf, en Nicholson á myndina. Skylduáhorf.
The Adventures of Rocky and Bullwinkle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fáránleg mynd í alla staði. Fjallar um tvær gamlar amerískar teiknimyndahetjur í baráttu við vonda fólkið(Robert De Niro, Rene Russo og Jason Alexander). Myndin er leiðinleg í alla staði, en hefur þó nokkra aulabrandara til að bera. Hetjurnar(Rocky íkorni, og elgurinn Bullwinkle) eru svo greinilega tölvugerðir að það er leiðinlegt að horfa á þá. Forðist þessa, hún er aðeins tíma og peningasóun.
Mousehunt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð mynd. Frábær gamanmynd um tvo bræður(Nathan Lane og Lee Evans sem léku röddina í Tímon og Púba í Lion King)sem erfa spunaverksmiðju, en það er ein mús sem er að gera þeim lífið leitt. Spurningin er hvort að þeim tekst að losna við músina áður en hún eyðileggur líf þeirra? Mynd fyrir alla fjölskylduna
Rat Race
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær gamanmynd. Myndin hefur allt sem góð gamanmynd þarf til að bera, fínan söguþráð, skemmtilegar persónur og að sjálfsögðu slatta af fyndnum atriðum. John Cleese er eftirminnilegur sem milljónamæringur sem veðjar um alla hluti. Hann kemur af stað keppni milli nokkurra einstaklinga sem er vægast sagt skemmtilegt að fylgjast með. Frábærir gamanleikarar í öllum hlutverkum, og vel gerð mynd yfir höfuð. Ein sem allir verða að sjá.
Avenging Angelo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Avenging Angelo er ágætis mynd. Sylvester Stallone er ráðinn til að vernda dóttur mafíósa, en það þróast út í persónulega hefnd gegn óvinagengi glæpaforingjans. Spaugileg Spennumynd með alvarlegum undirtón. Leikararnir eru svona la la, en samt er myndin afbragðs afþreying.
The Hunted
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis spennumynd! Fjallar um hermann(Del Toro) sem verður geðveikur sem friðargæsluliði í Serbíu, og fer að myrða á fullu heima í Bandaríkjunum. Þjálfari hans(Lee Jones) er fengin til að leita hann upp. Og hefst þá æsispennandi kapphlaup upp á líf og dauða. Tommy stendur fyrir sínu, en Del Toro er að mínu mati stórlega ofmetinn leikari. Hann komst illa frá sálarástandi hins veika manns, og sýnir það að hann á bara að vera í einhverjum harðhausavitleysum(eins og Seagal eða Van Damme), því leikhæfilekar hans eru mjög takmarkaðir. Flott intro og endir með Johnny Cash, og kemur það vel út. Myndin er fín afþreying en ég mæli ekki með henni fyrir þá sem eru að leita að vandaðri mynd, því það er hún alls ekki!!!
Eyes Wide Shut
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ein eitt snilldarverkið frá meistara Kubrick heitins. Myndin sýnir fram á skynsemina í aðferðum Filipseyinga að skemmta sér með grímur, svo enginn þekki hver annan. Óvenjulegur söguþráður, og góður leikur ásamt því að myndin er unnin í traustum höndum eins besta leikstjóra síðustu aldar. Skylduáhorf!!!
Willard
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Virkilega rugluð mynd! Mynd um mann sem á bara rottur sem vini, og er hún því verulega brengluð! Willard Stiles er ávallt seinn, latur og leiðinlegur, og loksins er honum sagt upp! Þá fá sumir að finna fyrir því sem mundi kallast Rat Army á ensku! Góður leikur, og vel gerð mynd, en því miður frekar þunn og rottur eru frekar óáhugaverð kvikindi í þokkabót. Ég vara kattarvini við þessari, því í henni er atriði sem allavega mig til að segja oj. Góð mynd fyrir þá kvikmyndaáhugamenn sem eru inn á því að sjá mjög vel leiknar sálrænar myndir, jafnvel þó þessi falli varla inn í þann flokk.
An American Werewolf in Paris
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Allt í lagi mynd! Lélegt plott, og leiðinleg aðalpersóna. Langdregin mynd og maður vill helst losna frá sjónvarpinu.
Homeward Bound
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skemmtileg fjölskyldumynd! Fjallar um dýr(tvo hunda og einn kött) og leit þeirra að fjölskyldu sinni sem er flutt til San Fransico. Skemmtilega talsett, dýrin velþjálfuð, og skemmtilegasta mynd í heildina. Fjölskyldumynd sem allir hafa gaman af.
Englar alheimsins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd! Mjög trú bókinni, en þó mætti vera meira af sumu, og ég saknaði Keisara Norðurljósanna. Leikur alveg frábær(Björn Jörundur alveg frábær), virkilega góð mynd og nánast ekki hægt að setja út á hana. Skylduáhorf fyrir alla íslendinga.
Dolores Claiborne
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Virkilega góð mynd, eftir sögu meistara Stephen King´s. Fjallar um Dolores(Bates) sem er ákærð fyrir morð í annað skipti á ævinni. Dóttir hennar sem er blaðamaður kemur að fylgjast með málinu, og byrjar þá upprifjun á vægast sagt skuggalegri fortíð, með réttlætingu á morði og kynferðisglæpum svo eitthvað sé nefnt. Frábær mynd, um mannleg viðbrögð.
The Big Lebowski
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hrein og klár snilld! Besta mynd Coen bræðra ekki spurning. Bridges og Goodman eru alveg frábærir í þessari útrúlega fyndnu mynd um hin sírólega the DUDE(Bridges), brj´laðan vin hans(Goodman), með víetnam á heilanum og hvernig þeir takast á við mannrán sem þeir blandast í vegna útmiginnar mottu. Sniild, must see
Hercules in New York
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ömurleg mynd! Ef þið viljið ekki missa það litla álit sem hægt er að hafa á Schwartzenegger skuluð þið láta þessa steypu eiga sig.
Shriek If You Know What I Did Last Friday the 13th
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Allt í lagi mynd! Stirt handrit með nokkrum góðum bröndurum, en allt of fáum. Myndin gerir grín að öllum helstu spennu og hrollvekjum síðustu ára, en því miður er það bara sjaldnast fyndið. Lélegur leikur, leikstjórn og myndataka gera þessa mynd tímasóun og rusl. En samt er alveg horfandi á hana ef ekkert annað er að gera.
When Harry Met Sally...
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög skemmtileg rómó gamanmynd. Aðalpersónurnar eru tveir vinir(bara venjulegt fólk), sem virðast ekki geta áttað sig á að þau eru sálufélagar. Við fylgjumst með lífi þeirra og öllu sem því fylgir. Chrystal og Ryan eru frábær í þessari raunsæu mynd um lífið og ástina. Þessi nær til allra
Erin Brockovich
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis mynd, byggð á sönnum atburðum. Þetta er ein af þeim fáu myndum þar srem Julia Roberts er þolanleg og því gaman að sjá hana svoleiðis. Hún er í titilhlutverkinu og berst fyrir skaðabótum fyrir fjölskyldur sem hafa veikst vegna mengaðs vatns. Myndin er skemmtileg, spennandi og áhugaverð en þó stundum dálítið stirð á köflum.
Den eneste ene
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Með betri dönskum myndum sem ég hef séð(fyrir utan Festen), en hún er mjög fyndin en samt mjög dramatísk. Við fylgjumst með tveim pörum, annað ættleiðir barn, hitt er ófrískt. Vi fylgjumst með lífi þeirra, ástum, framhjáhaldi, slysum, sorgum og lífinu í heild. Frábær mynd sem kemur á óvart
Leap of Faith
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skemmtileg gamanmynd um farandpredikara(Martin) sem hugsar aðallega um showið við sýninguna sína. Lendir í vandræðum þegar hann kemst upp á kant við lögreglustjóra í smábæ einum(Neeson). Fullt að heimsfrægu fólki í gestahlutverkum, en Martin heldur fjörinu uppi eins og honum einum er lagið. Fín mynd.
Robin Hood: Prince of Thieves
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd, með stórkostlegu leikaraliði. Hver þekkir ekki söguna um Hróa Hött? Þetta er sagan sem við þekkjum allavega flest og í svona frábærum búningi. Morgan Freeman er frábær með sveðjuna. Ævintýri í hágæðaflokki.
In Dreams
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd! Frábært leikaralið. Robert Downey Jr. er frábær. Fjallar um unga móður(Bening) sem fylgist með barnamorðingja í gegnum drauma sína. Kemur skemmtilega á óvart. Ekki fyrir þá viðkvæmustu. Varist að horfa á þessa ein heima að kvöldi til.He he,he
Dirty Work
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær gamanmynd! Chevy Chase er snillingur. Meira þarf ekki að segja en ótrúlega fyndin mynd um bestu vini sem þurfa að redda sér pening! Skylduáhorf ef þú kannt að meta fyndnar frábærar myndir
Halloween: H20
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þótt ótrúlegt megi virðast er þessi mynd líklega sú besta um Michael Meyers og Co. Allir nemendur eru farnir í skólaferðalag og bara örfá eftir á heimavistarskólanum(t.d. systir Meyers sem leikin eraf Lee Curtis sem áður), þegar Michael snýr aftur. Myndinni tekst nokkuð vel að halda innilokunartilfinningu á köflum, en þó ekki nærri því nógu vel. Spennandi mynd, en ekki nógu góð.
Frankenstein
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð mynd. Virkilega vönduð mynd sem kemur upprunalegu sögu Mary Shelley vel frá sér. Myndin er virkilega vel gerð í alla staði og er því hina fínasta afþreying. Leikur De Niro er frábær, en engu að síður skyggir kenneth á hann í hlutverki Dr.Victors Frankenstein. Dálítið langdregin á köflum en virkilega góð.
Psycho
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Flott! Loksins hefur tekist að gera ágæta endurgerð og ekki af léttustu myndinni. Psycho eftir Alfred gamla er eitt mesta snilldarverk allra tíma og aldrei hægt að gera hana betri. Þessi mynd er talsvert öðruvísi(aðeins kómískari) en samt góð. Leikarar eru góðir, og gaman að endurskoða þessa eftir að hafa séð Mortensen í L.O.T.R. Vince Vaughn er einna sístur, enda seint hægt að túlka Norman Bates á sama hátt og Perkins gerði.
Chain Reaction
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð mynd. Gaman að sjá Morgan Freeman sem vonda kallinn. Keeanu Reeves er mjög fínn í hlutverki ungs vísindamanns(eitt hans besta hlutverk fyrir utan Matrix). Rannsóknarstofan sem hann vinnur á er eyðilögð og hefst æsispennandi flótti hans undan yfirvöldum sem sem gruna hann um glæpinn, og undan fólki sem finnst hann óæskilegur. Topp mynd og frábær afþreying.
The Visitors II: The Corridors of Time
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snilld! Frakkar eru snillingar í kvikmyndagerð að mörgu leyti. Þessi frábæra framhaldsmynd kemur í beinu framhaldi af mynd eitt, en hún endaði á því að þrælinn(Clavier) sendi butlerinn aftur um tíma og rúm með meistaranum(Reno). Þannig að nú þarf meistarinn að snúa aftur til nútíðar til að sækja hinn heimska vin sinn. Óvenjugóð mynd af framhaldsmynd að vera. Skylda að vera búin að sjá númer eitt áður.
Moulin Rouge!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd, sem hægt er að horfa á endalaust. Ewan McGregor er frábær og Nicole Kidman er fín. Ewan McGregor er gífurlega flottur, og í raun óviðjafnanlegur(fyrir utan grátinn í lokin), Your Song er óviðjafnalegt atriði, og gerði lag snillingsins Elton John ódauðlegt, þó það hefði verið það fyrir. Jim Broadbent er frábær og hann og Rixhard Roxburgh eru ógleymanlegir í Madonnu smellnum Like a Virgin. Myndin er samfelld snilld frá upphafi til enda. Skylduáhorf. Ein á öll heimili
Hearts in Atlantis
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Virkilega fín mynd. Hún er nokkuð trú upprunalegu sögunni. Anthony Hopkins er góður að venju, en mér finnst strákurinn ekki nógu góður(hann er líka leiðinlegur í Along Came a spider) hann er með svo volandi rödd. Frábær mynd sem lýsir miðilsgáfu á skemmtilegan og raunsæan en þó dramatískan hátt.
Back to School
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyndin og skemmtileg mynd! Gömul og góð gamanmynd með hinum frábæra Rodney Dangerfield(maður hlær bara af því að sjá hann), en í myndinni fer hann aftur í háskóla(hann er ríkur kaupsýslumaður sem ætlar að sanna fyrir syni sínum að allt sé hægt), en verður heldur upptekin af félagslífinu og partýhaldi. Drepfyndin og hin þrefalda Lindy er alveg ógleymanleg. Mynd sem allir hafa gaman af.
Halloween
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð mynd! Lélegur leikur og myndataka er bætt upp með góðri tónlist(á köflum), og spennandi atriðum. Sýnir okkur hvernig Michael Myers var sem barn, og er því í raun nauðsynleg ef maður ætlar að sjá fleiri Halloween myndir. Klassísk ofmetin mynd, en góð á köflum.
Wolf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Skemmtilegasta varúlfa mynd sem ég hef séð. jack Nicholson(bestur) heldur myndinni upp með brjálæðislegum og úlfslegum leik, en einnig gaman að sjá Plummer gamla þó hann sé hundleiðinlegur. Spennandi og skemmtileg nmynd að stórum hluta tekin í frægu kvikmyndakastala(setri, Remains of the day og fleiri )
Firestarter
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög góð mynd eftir sögu meistara Stephen King. Drew Barrymore sýnir að hún hefur alltaf verið góð leikona þar sem hún leikur stelpuna sem getur kveikt eld með hugarorkunni. Myndin fjallar um baráttu hennar á hrikalegan og spennandi hátt. Spennandi hrollvekja fyrir alla.
Sliding Doors
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sliding doors er fínasta mynd! Hún sýnir okkur hvernig hver einasta aðgerð getur haft áhrif á líf okkar. Myndina hefði þó verið hægt að vanda betrur. Fín leikur, og ágætis skemmtun.
Halloween: Resurrection
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Léleg mynd. Léleg endurnotun á Michael Myers, sem gerir hana en leiðinlegri en hún var fyrir. Fjallar um gverð sjónvarpsþáttar í húsi Michaels, og hvernig hann snýr aftur til meiri ofbeldisverka. 'agætlega spennandi á köflum. Forðist þessa.
Wrong Turn
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Spennandi mynd! Virkilega spennandi út í gegn. Fullt fult fullt af spennuatriðum, sem fá þig tilæ að kippast til í sætinu. Annars voru stökkbreyttukarlarnir fáránlegir og lélegur leikur út í gegnum myndina. Special Effects eru mjög góðar, og gera myndina frekar blóðuga og goruga á köflum. Fínasta skemmtun ef maður hefur hljóðið nógu hátt.
Trainspotting
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fín mynd! Fjallar um dópista í Trainspotting(McGregor) og vini hans. Hann reynir að ná tökum á lífi sínu aftur, en vegna kolruglaðra vina reynist það erfitt. Hálf stjarna fyrir myndina sjálfa, því hún er frekar langdregin og leiðileg sagan, en 2 stjörnur fyrir McGregor því hann er flottur og góður eins og venjulega.
Apt Pupil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd!
Virkilega góð mynd með stórleikaranum Ian McKellen og Brad Renfro. Bryan Singer kemur myndinni ágætlega frá sér, en er þó ekki alveg trúr upprunalegu sögunn(sem var í Different Seasons). David Schwimmer úr Friends er mjög fín og myndin hin skemmtilegasta í heildina. Skyldu áhorf fyrir Sephen King aðdáendur.
Elizabeth
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis mynd um líf Elizabetar I, Englandsdrottningar. Myndin kemur sögunni ágætlega til skila(Það hefi mátt koma meira inn á Hinrik VIII og Önnu Boylen). Góður leikur, en þó dálítið ósannfærandi á köflum. Rush og Blanchett halda myndin tvímælalaust uppi sem Walshingham og Elizabeth. Góð mynd fyrir alla sem hafa áhuga á spennandi, en jafnframt sögulegum atburðum.
View from the Top
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fín mynd!
Þunnur þráður, og sæmilegur leikur færa myndinni hálfa stjörnu. Það sem færir henni þrjár er snillingurinn Mike Myers sem yfirmaður flugfreyjuskóla Royal Airline. Þessi mynd er þess virði að sjá bara út af honum.
The Shining
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Jafnvel þó ég hafi áður skrifað um þessa mynd, vil ég bara segja: Þetta er besta mynd sem gerð hefur verið, Jack Nicholson er besti leikarinn, og myndin er betri en bók King's
Novocaine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Sæmileg mynd!
Steve Martin stendur fyrir sínu eins og venjulega. Málið er bara að þetta er leiðinlegur kvikmyndastíll, og handrit og saga er ekkert til að hrópa húrra fyrir heldur. Martin er efnaður tannlæknir sem á gullfallega eiginkonu, en fellur fyrir dópista(Bonham Carter) sem vantar lyf og sefur hjá honum til að komast í birgðir hans. Það kemur í ljós þegar lyfjaeftirlitið blandast í málið að lyfin eru horfin, og þá blandast lögreglan í málið. Mér finnst Bonam Carter leiðinleg leikona og Steve Martin er alltaf ágætur í hófi. En varist þessa ef þið viljið horfa á skemmtilega mynd.
Philadelphia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stórkostleg Mynd.Jonathan Demme(sem gerði þessi mynd, og silence of the lambs, er snillingur) það virðist vera sama hvað hann gerir það eru allt snilldarmyndir. Þar sem þeir sem hafa skrifað um myndina á undan mér hafa farið all rækilega í söguþráðinn, ætla ég að láta það ógert. Mér finnst myndin í alla staði mjög vel gerð. Tom Hanks á snilldar leik, og Denzel
Washinton er mjög góður líka, og af minni hlutverkum finnst mér Antonio Banderas frábær sem kærasti Tom Hanks. Myndin hefur gríðarlegan boðskap sértsaklega gagnvart því að samkynhneigðir eru bara venjulegt fólk eins og aðrir. Þetta er mynd sem allir eiga að sjá.
Mary Reilly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Virkilega góð mynd .
Skemmtileg útfærsla á sögunni um Dr. Jekyll og Mr. Hyde eftir Robert Louis Stevenson . Valerie Martin( annar handritshöfundurinn) gaf út bók fyrir þó nokkrum árum sem nefndist eins og myndin Marie Reilly , sem er sama saga og eftir Sevenson , bara sögð frá sjónarhorni einnar þernu Dr.Jekyll´s (það er að segja Marie Reilly ) . Söguna þekkja margir , þannig að ég ætla ekki að fara út í að útskýra hana , en það er nóg að segja að Dr. Jekyll(John Malkovich ) og Edward Hyde eru sami maðurinn (geðklofi ). Frábær mynd með úrvals leikurum . Byggt á einni frægustu sögu allra tíma . Mynd sem allir ættu að sjá .
Kiss the Girls
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd . Morgan Freeman stendur sig mjög vel eins og hann gerir oftast og það gerir Ashley Judd líka . Frábær spennu-sálfræðrithriller sem allir sem hafa gaman að svoleiðis myndum ættu að sjá .
The Trial
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég varð fyrir vonbrigðum þegar ég tók þessa . Venjulega hefur Anthony Hokins staðið sig vel en það gerir hann ekki núna og engin af leikurunum gerir það þó þetta séu allt ágætis leikarar . Forðist þessa lélegu sakamála mynd en ég ætla ekki að eyða fleiri orðum í hana .
Hamlet
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Meistaralegt . Kenneth Brangah tekst stórkostlega að túlka þetta meistara ver William Shakespear um danska prinsinn Hamlet, og dauða föður hans og margs annars sem þeir sem hafa lesið Shakespear ættu að vita . Frábær mynd sem allir ættu að sjá þó hún sé alls ekki fyrir börn . Að hafa séð Hamlet eða ekki hafa séð Hamlet það er spurningin .
The Shawshank Redemption
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fullkomið meistara verk . Með betri myndum sem ég hef séð ( Þó ekki eins góð og Lord of the rings ). Hér segir frá Andy Dufrense ( Robbins) sem er bankamaður og er hann handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni og elskhuga hennar . Hann er sendur í Shawshank fangelsið og kynnist þar útvegaranum Red( Sem er snilldarlega leikinn af Morgan Freeman ). Síðan segi ég ekki meir nema að þessi mynd er með betri myndum allra tíma .
Thunderball
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög góð mynd . Hér snýr besti Bond leikari allra tíma aftur úr fyrri myndum um þennan uppáhalds njósnara hennar hátignar og þarf nú að kljást við hryðjuverkasamtökin Spectra sem ræna kjarnorku oddum frá Nato , og enn einu sinni þarf Bond aðbjarga heiminum . Sá sem leikur Largo er mjög góður og Connery er óaðfinnanlegur . Mér finnst titillagið með Tom Jones ekki gott en það skiptir ekki máli myndin er frábær eins og flestar Bond myndir . Mjög góð mynd sem allir spennu og Bond mynda aðdáendur ættu að hafa séð eða verða að sjá .
Along Came a Spider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd . Ég átti ekki von á góðu þegar ég gekk inn í bíósalinn , en þessi var aldeilis betri en ég átti von á . Morgan Freeman(Shawshank redemtion , Seven, Kiss th girls) var pottþétur eins og venjulega , og flestir leikarar myndarinnar stóðu sig vel . Myndin er þó ekki eins góð og forverinn (Kiss the girls ) en Morgan Freeman leikur hér sama karakterinn Alex Cross , en nú er það mannræningi sem hann þarf að kljást . Skotheld mynd frá upphafi til enda .
Nurse Betty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög fín mynd . Ég viðurkenni þó að hún er með dálítið undarlegan söguþráð . Freeman , Rock , Zellwegger , eru mjög góð en ´mér þótti Greg Kinnear frekar slappur . Óvenjuleg mynd og skemmtileg fyrir alla þá sem hafa gaman að skrítum söguþráð .
Tomorrow Never Dies
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög góð mynd. Með betri Bond-myndunum en hún toppar þó ekki The man with the golden gun ( Roger Moore er mistök sem Bond ). Jonathan Price er frábær sem fjölmiðla kóngurinn Eliott Carver og stelur senunni af Pierce Brosnan sem er ágætur Bond en slær samt Sean Connery ekki út sem besti bondinn . Persónan Dr. Kaufman er frábær þó hún sé mjög lítil . Teri Hatcher stendur sig vel sem kona Carver , og Michelle Yeoh er mjög fín líka . En myndin fjallar í stuttu máli um að Carver ætlar að egna Kínverja og Breta upp á móti hvorum öðrum og skapa þannig þriðju heimstyrjöldina , og einnig til að fá útsendingarrétt í Kína . Frábær mynd fyrir alla Bond aðdáendur .
The Bounty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd. Allir leikarar eru frábærir en bera þó Hopkins , Neeson og Gibson af . Mynd sem allir aðdáendur góðra kvikmynda ættu að sjá .
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta mynd sem gerð hefir verið eftir bestu bókum sem gerðar hafa verið . Fullkominn Mögnuð , ég gæti haldið endalaust áfram með lofsyrðin því myndin á þau svo sannarlega skilið . Hún á skilið mikið meira enn hæstu einkunn . Ian McKellen er magnaður sem Gandalfur grái , Christopher Lee er brill sem Sarúman hvíti , Elijah Wood , Ian Holm , Sean Astin , Liv Tyler , Cate Blancett , Sean Bean,Andy Serkis , og allir aðrir leikarar standa sig fullkomlega í þessari fullkomnu mynd snillingsins Peter Jackson , eftir bókum snillingsins J.R.R. Tolkien . Að vísu er myndin alls ekki fyrir ung börn , því hún er mjög dimm og of ógeðsleg fyrir ungt auga . Samt allir sem eru nógu gamlir ættu að sjá . Bækurnar(og myndin þar af leiðandi) fjalla í stuttu máli um ferð hobbita , manna , álfa , og dverga ásamt vitkanum Gandalfi að eyða hringnum eina , sem myrkradróttinn skapaði til að stjórna öllum hinum galdrahringjunum í þeim heim . Ég segi ekki meira um söguþráðinn , en ég held að Peter Jackson hafi gert það rétt með því að sleppa Fornaskógarhlutanum(og Kumlhóli og því), af því það þurfti náttúrulega að sleppa einhverju . Vonandi bara að hinar myndirnar verði eins góðar(sem ég er sannfærður um ) og ég bíð með mikilli eftirvæntingu eftir næstu mynd .
Highlander III: The Sorcerer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis mynd. Númer 1 er er best, númer tvö svo, svo fjögur og þessi er síst (En alls ekki léleg,langt því frá ). Lambert kann þetta hlutverk og er góður að vanda og Mario Van Peebles er ágætur sem vondi kallinn. Topp mynd.
Rules of Engagement
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög góð mynd . Tommy Lee Jones er ágætur og Jackson er fín líka. Myndin segir frá Terry Childer´s(Jackson) ofursta í bandaríska hernum sem er sendur til Yemen til að halda friðinn og vakta Bandaríska sendiráðið . Svo segi ég ekki meir enn hann er kærður fyrir að hafa látið drepa 83 saklausa borgara og Tommy Lee Jones þarf að verja hann fyrir herrétti . Topp spennumynd .
Dracula 2001
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ömurleg mynd . Móðgun við hina snilldarlegu goðsögn og skáldsögu Bram Stokers(besta myndin er Dracula frá 1992). Hálf stjarna dyrir Christopher Plummer sem er þó ekkert sérstakur miðað við hvað hann getur. Varist þessa .
Lara Croft: Tomb Raider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hræðileg mynd . Ég gef henni hálfa stjörnu fyrir að Jon Voight er ágætur en alls ekki góður . Ég eyði ekki fleiri orðum í þessa mynd , en að lokum : Varist þessa!!!!!!!!!!!!!!!!!
The Jackal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög góð mynd . Ekki mikið síðri en forverinn(The day of the jackal ). Bruce Willis er frábær sem vondi karlinn , en Richard Gere er mikið slappari sem góði karlinn . Frábær mynd sem enginn spennu og hasarmynda aðdáandi má láta fram hjá sér fara . Topp mynd
The Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd . Mögnuð mynd frá Meistara Hitcoch sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni , um örlaga sögu hermanns og kærustu hans . Mögnuð mynd .
The Presidio
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd með meistara Connery. Mögnuð mynd með frábæru leikara liði sem allir spennumynda aðdáendur ættu að sjá. Frábærlega frábær mynd.
For Love of the Game
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis mynd. Kevin Costner (The Untouchables) má muna sinn fífil fegri og Kelly Preston hefur leikið í betri myndum. Myndin fjallar í stuttu máli um hafnaboltaleikmann sem þarf að velja milli íþróttarinnar eða fjölskyldunnar. Að mínu mati er myndin of dramantísk. Ágæt mynd.
Swordfish
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög fín mynd . Travolta ber af af leikara hópnum sem er þó gífurlega góður . Alveg útrúlegt að þessi mynd sé frá sama leikstjóra og Gone in 60 seconds (Þau mistök) . Ég ætla ekkert að fara nánar í söguþráðmyndarinnar enn hann er pottþéttur . Travolta er komin aftur á rétta leið eftir hörmungina Battle field earth . Skyldu áhorf allra spennumynda áhugamenn . Með betri spennumyndum ársins .
Highlander II: The Quickening
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mér finnst þessi mynd með ágætum . Mér finnst það sorglegt en get þó lítið við því gert hvað mörgum öðrum finnst hún léleg .
Lambert er fínn og Connery alltaf jafn góður . Mjög fín mynd , og skyldu áhorf allra Highlander aðdáenda .
The Man with the Golden Gun
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd . Besta Bond myndin . Að vísu er Roger Moore frekar slappur sem Bond en Christopher Lee(Horror of Dracula , Scars of Dracula , Lord of the rings I-II-III ) brillerar eins og alltaf en núna sem vondi kallinn Francisco Scaramanga .´Eiginlega í öll þau sextánskipti sem ég hef séð hana fynnst mér að Bond eigi að deyja . Skylduáhorf fyrir alla Bond aðdáendur . Frábær afþreying .
The Name of the Rose
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd um munkalíf á hinum myrku miðöldum . Meistari Sean Connery er frábær að venju . Í stuttu máli frábær gömul og góð .
Christmas Vacation
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd. Með betri jólamyndum sem ég hef séð. Chevy Chase er frábær sem fjölskyldufaðirinn í Griswald fjölskyldunni. Ég segi ekki meir enn að þau ætla að halda fullkominn jól (sem við sjáum hvernig verða). Byrjunaratriðið er magnað (það er teiknað). Skylduáhorf fyrir alla gamanmynda aðdáendur.
Outland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Góð mynd. Nokkuð óvenjuleg. Sean Connery stendur sig vel að vanda, og er myndin með nokkuð raunverulega sviðsmynd (tekið tillit til aldurs). Mjög góð mynd með hinum frá bæra Sean Connery.
Nikita
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Snilld frá meistara Besson (Leon, Joan of Arc, Taxi, The big blue). Frábær frönsk spennumynd með frábæru en harla þekktu leikaraliði. Myndin fjallar í stuttu máli um unga kona sem er í dópi. Hún og vinir hennar brjótast inn í apótek en lögreglan kemur á svæðið og drepur alla vini hennar sem reyna að verjast. Síðan tekur leyniþjónustan hana og þjálfar hana sem leigumorðingja. Svo segi ég ekki meira. En gaman er að sjá hinn heimsfræga leikara og kunningja Bessons , Jean Reno(Leon,The big blue,Godzilla,The Crimson Rivers) í litlu hlutverki. Pottþétt mynd fyrir alla sem kunna að meta spennu.
Mission: Impossible II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ágætis mynd. Hún kemst samt ekki í hálfkvisti við fyrri myndina. Tom Cruise er ágætur, en það er verst hvað þeir nota Anthony Hopkins lítið. Myndin fjallar í stuttumáli um að maður innan leyniþjónustunar svíkur , og rænir veiru sem hann hótar að sleppa ef hann fær ekki lausnargjald. Hver er þá kallaður til, auðvitað Ethan Hunt(Crusie) sem á að bjarga málunum. Fínasta afþreying.
Instinct
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fínasta mynd. Hopkins(The silence of the lambs,Hannibal) Brillerar eins og venjulega. Cuba Gooding Jr er einnig góður. Topp mynd fyrir þá sem hafa gaman af sálfræði. Ég segi ekki meir út af þeirri hættu að segja of mikið. Pottþétt afþreying.
Pearl Harbor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ömurleg mynd. Varúð forðist hana þessa . Ég gef bardagasenunum hálfa stjörnu , Alec Baldwin hálfa og Jon Voight hálfa. Alltof væmin mynd sem hefði ekki átt að vera gerð. Að hugsa sér að leikstjórinn Michael Bay sem gerði meistara stykkið The Rock skuli hafa gert þessa ömurlegu mynd. Ég ætla ekki að eyða fleiri orðum í þessa skömm, en varúð : Háskaleg leiðindi.
Spaceballs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd . Mel Brooks er meistari ! Hér er gert grín að öllum frægustu geimmyndum og þáttum t. d. Planet of the apes(gamla) Star Wars , Star Trek. Í stuttu máli fjallar Spaceballs um þjóðflokkinn Spaceballs sem ætlar að stela öllu súrefni af plánetunni Drúidíu, undir stjórnar hins illa forseta( Mel Brooks) og Dark Helmet (Rick Moranis). En þegar Lone Star (Bill Pullman) og vinur hans Voffi (John Candy) eru fegnir til að bjarga Vespu prinsessu frá Spaceballs snýst blaðið við. Ef þú hefur ekki séð hana taktu hana strax. Og eitt enn : Megi sortinn vera með þér
JFK
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fínasta mynd. Oliver Stone stjórnar öllu á meistaralegan hátt! Tommy Lee Jones, Gary Oldman og Joe Pesci brillera. Kevin Costner er einnig ágætur. Þetta fjallar í stuttu máli ums samsærið gegn JFK(John F Kennedy) sem flestir kannast við. Frábær afþreying.
The Crimson Rivers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd. Í anda Seven, en samt er þetta dálítið Luc Besson leg mynd en hún er frábær. Jean Reno er pottþéttur, Vincent Cassel er líka frábær. Samt sem áður er myndin ekki fyrir viðkvæmar sálir því hún er virkilega ógeðsleg. Myndin fjallar um að tvo lögreglumenn(Reno,Cassel) sem hittast þegar þeirr eru báðir að rannsaka mjög dularfullt og hrottafengið morðmál. Svo segji ég ekki meir svo ég skemmi ekki söguþráðinn. Engin Hollywood áhrif, hrollvekjandispenna, þetta er pottþéttur thriller í anda Seven. Frábær afþreying
The Witches of Eastwick
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þrælskemmtileg mynd. Nicholson á myndina gersamlega. Cher er einnig mjög góð, Sarandon er mjög góð og Peifer líka. Nicholson er hér í draumahlutverkinu, sem sjálfur Satan. Engin má láta þessa framhjá sér fara.
Ronin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Vönduð mynd með gæðaleikurum(samt bera Robert De Niro og Jean Reno af) fín afþreying sem ætlir sem hafa gaman af spennumyndum ættu að sjá. Samt er þetta svona mynd sem maður getur horft á í röð. En myndin fjallar um tösku sem Niro,Reno,Bean Skågskard, eiga að ná, en svo verða svik í hópnum, svo er myndin öll þrælskemtilegur eltingaleikur eftir það. Mjög góð afþreying.
The Messenger: The Story of Joan of Arc
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Meistaraverk!! Hrein snilld (eins og allar myndir frá Luc Besson, sem hefur leikstýrt meðal annars Leon,Nikita,Taxi,Subway og The Big Blue). Mig undraði dálítið að Jean Reno væri ekki með í þessari en hann hefur leikið í flest öllum myndum frá Besson. En samt sem áður er frábært leikaralið, Mila Jovich frábær sem Joan of Arc, John Malchovich góður að vanda, Dustin Hoffman og Fay Dunway eru mögnuð. Þessi mynd er í stuttu máli um ævi Joan of Arc(sem flestir ættu að vita hver er) sem barðist fyrir Frakkland gegn Englandi á 15 öld, hún var trúuð manneskja og var seinna tekin í dýrlinga tölu kaþólskrar trúar sem heilög Jóhanna af Örk. Nú má ég ekki segja meira til að eyðileggja söguþráðinn. Frábær afþreying sem engin má láta fram hjá sér fara.
The Mask of Zorro
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fínasta mynd. Að vísu væri hún ekki mjög mikið án Anthony Hopkins, en það er bara mín skoðun(myndin er samt mjög góð ekki miskilja mig). En í stuttu máli fjallar myndin um að Zorro(Hopkins) er orðin gamall og þarf að finna sér eftir mann. Hann er sár(ég get ekki sagt hversvegna án þess að skemma)og leitar hefnda, en til þess að ná hefndum verður hann að finna eftirmann. Hann finnur þjóf (Banderas) og nú er kennslan hafin, og svo spennan. Frábær spennu og gaman mynd, ef þú hefur ekki séð hana sjáðu hana sem fyrst.
The Princess Diaries
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mjög fín mynd! Julie Andrews stendur alltaf vel fyrir sínu,jafnvel þó hún hafi ekki sést. En myndin fjallar í stuttu máli um að ung stelpa(Hatway) býr í San Francisco borg ásamt móður sinni og veit það eitt að fðir hennar er dáinn. Svo einn daginn segir mamma hennar að hún eigi að hitta ömmu sína í föður ætt í fyrsta sinn. Svo kemst hún að því að amma hennar(Andrews) er drottning í smáríkinu Genovíu, og þar af leiðandi er hún konungborin. Og nú hefur hún ákveðin frest til að ákveða hvort hún vilji verða prinsessa, og þarf hún að mæta í prinsessu tíma hjá ömmu sinni. Hún á erfitt með að flytja ræður, og svo er hún ekki viss hvort hún vilji verða prinsessa svo ekki verði meira sagt. Vel fyndin og skemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna.
Freejack
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Topp mynd. Anthony Hopkins (The silence of the lambs, Hannibal) er bestur. Emelio Estves er fínn, og Rene Russo(Lethal Weapon 3,4) líka. Mér finnst Mick Jagger (hljómsveitin Rolling Stones) ekki góður enda hefur hann enga reynslu sem leikari. Myndin fjallar í stórum dráttum um að Emelio Estvez er kappakstursbílstjóri árið 1991, en er fluttur til ársins 2009. Þar langar öllum til að ná í þennan kappaksturs bílstjóra, þar á meðal viðskiptajöfur einn (Anthony Hopkins) og Mick Jagger er líka á veiðum. Svo er þetta spurning hvort hann kemst heim til konu sinnar (Rene Russo). Mjög góð afþreying.
Mission: Impossible
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær mynd. Að vísu finnst mér Tom Cruise lélegur leikari en hann er góður í þessari mynd. Jean Reno er frábær leikari ogvleikur bara í góðum myndum. Brian De palma með sína bestu mynd síðan The Untouchables 1987. Nauðsynlegt að sjá þessa allavega einusinni.
Highlander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábærlega pottþétt mynd. út á næstu leigu með þig og taktu hana þá ert þú vel sett/ur. Meira þarf ekki að segja.
Anaconda
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð að segja að ég er ekki sammála þeim sem á undan mér hafa skrifað. Myndin kom mér mjög á óvart. Jon Voight er alltaf jafn góður þó ofleiki aðeins á köflum. Enginn spennumynda aðdáandi má láta þessa fram hjá sér fara. Mjög góð afþreying sem kemur á óvart.