Tracy Morgan, sem öðlaðist frægð fyrir leik sinn í hinum klassísku Saturday Night Live þáttum, er nú að fara að leika í myndinni Number One With A Bullet. Handritið, sem er skrifað af þremur meðlimum Broken Lizard gamanhópnum, verður framleitt sem bíómynd af Fox Searchlight framleiðslufyrirtækinu. Fjallar það um aðalmanneskjuna í hip-hop hljómsveit sem setur dauða sinn á svið eftir að önnur plata hljómsveitarinnar seldist illa eftir að sú fyrsta sló í gegn. Þetta hefur í för með sér hlægilegar afleiðingar þar sem hver misskilningurinn rekur annan.

