Ný mynd eftir De Palma

Leikstjórinn mistæki Brian De Palma er með nýja mynd í undirbúningi. Nefnist hún Toyer, og er byggð á samnefndri hrollvekjandi skáldsögu eftir Gardner McKay. Myndin fjallar um sadískan morðingja, sem byrjar á því að eyðileggja fórnarlömb sín á sálinni, áður en hann grípur til læknahnífsins og notar kunnáttu sína til þess að setja þau í dá áður en hann myrðir þau. De Palma ætlar að kvikmynda myndina í Feneyjum, en ekki í Los Angeles þar sem sagan var upphaflega sett. Engir leikarar hafa enn verið ráðnir til starfa.