Lionsgate, fyrirtækið sem framleiddi Dirty Dancing, ætlar sér að fara í mál við 15 fyrirtæki vegna ólöglegrar notkunar þeirra á frægri setningu úr myndinni. Setningin sem um ræðir er „Nobody puts Baby in the corner“ eða „Enginn setur Baby út í horn“ og var það Patrick Swayze sem mælti þau í lok myndarinnar við föður elskunnar sinnar. Fyrirtækin hafa sett setninguna á ýmsar vörur, þar á meðal barnaföt.

