David Duchovny lét nýlega hafa eftir sér að verið sé að skipuleggja gerð annarrar X-Files myndar og að Gillian Anderson ætli að vera með. Hann er alveg viss um að myndin verði að veruleika því honum var sagt að hann fengi að lesa handrit eftir Chris Carter og Frank Spotnitz á næstunni. Þeir skrifuðu handritið fyrir The X-Files: Fight the Future sem kom út árið 1998.
Þrátt fyrir yfirlýsingarnar hefur 20th Century Fox ekki staðfest að ný X-Files mynd sé í bígerð.
Tekið af BBC NEWS vefnum

