Pabbinn á hvíta tjaldið

24 stundir greindu frá því í morgun að samningar hefðu náðst milli Saga Film og Bjarna Hauks, leikstjóra og jafnframt aðalleikara verksins. Margir muna eflaust eftir Hellisbúanum en Pabbinn er leikrit í svipuðum dúr. Samningurinn var undirritaður á miðvikudaginn.

Það hefur í rauninni ekkert verið ákveðið en það kannski liggur beinast við, kannski geri ég ekkert af þessu, sit bara heima og bíð eftir því að Hollywood hringi í mig.“ segir Bjarni Haukur aðspurður hvort hann muni sjálfur leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni en hann segir að það komi allt eins til greina að hann leikstýri myndinni ásamt því að leika aðalhlutverkið.

Bjarni Haukur útskrifaðist sem leikari frá American Academy of Dramatic
Arts í New York árið 1996. Í þau tíu ár sem Bjarni hefur starfað við
leikhús hefur hann leikið í, leikstýrt og/eða framleitt yfir 25
leiksýningar á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi,
Bandaríkjunum og Þýskalandi.

Meðal verka eru: Master Class, Trainspotting, Grease, Hellisbúinn, Male
Intellect, The Sunshine Boy’s, Sellófan, Fame, Vilji Emmu, Blái
hnötturinn, Með vífið í lúkunum, Leikur á borði og Standing on My Knees.

Bjarni hefur einnig skrifað og leikstýrt fimm gamanþáttaseríum fyrir
sjónvarp í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi. Pabbinn er fyrsta leikverkið
eftir Bjarna Hauk.