Sagan endalausa með Saw myndirnar sem hafa tapað vissum sjarma í gegnum allar þessar endurtekningar heldur áfram með 5.myndinni og þeirri sjöttu í náinni framtíð. Framleiðendur myndarinnar greindu frá því að Mark Rolston hefur tekið að sér hlutverk í myndinni. Aðrir leikarar sem munu kíkja á hvíta tjaldið í myndinni eru Tobin Bell, Scott Patterson og Costas Mandylor.
Tökur hefjast 17.mars í Toronto í Kanada og sami maðurinn mun leikstýra báðum myndunum, David Hackl. Báðar myndirnar eru skrifaðar af Marcus Dunstan og Patrick Melton. Sagan heldur áfram 24.október…
Framleiðendur hafa ekki lokað á enn fleiri myndir í framtíðinni.

