Sean Young hefur skráð sig sjálfviljug í meðferð í kjölfar þess að henni var hent út af Directors Guild Awards sem var haldin á laugardagskvöldið. Í meðferðinni er henni ætlað að ná tökum á alkóhólisma sem hefur angrað hana í fleiri ár.
Á DGA verðlaunahátíðinni heyrðust hróp og köll í henni yfir allan salinn og sagan er víst sú að hún hafi verið að angra Julian Schnabel þegar hann tók við verðlaunum fyrir mynd sína The Diving Bell and the Butterfly. Þegar Schnabel sá að það var Young sem var með öll þessi hróp og köll sagði hann henni „að fá sér annan kokteil“. Rétt eftir að hann hafði sleppt setningunni komu öryggisverðir og fylgdu henni ofurölvaðri út.
Young var fræg á 9.áratugnum fyrir hlutverk sitt í myndum eins og Stripes, Blade Runner ásamt fleirum en var orðin stórskrýtin síðustu ár. Hún meðal annars klæddi sig upp í heimagerðan „Catwoman“ búning til að reyna að fá hlutverk í myndinni Batman Returns og krassa Vanity Fair óskarsverðlaunapartý árið 2006.

