Seth Rogen (Knocked Up, Superbad) hefur ákveðið að taka að sér aðalhlutverk í gamanmynd sem ber nafnið Observe and Report, en framleiðendur eru Warner Bros og Legendary Pictures. Myndin er leikstýrð af Jody Hill sem skrifaði einnig handritið.
Myndin mun fjalla um Ronnie Barnhardt, yfirmann öryggisgæslu í verslunarmiðstöð sem fer í stríð við nokkra lögreglumenn.
Tökur á myndinni hefjast í apríl, strax og Rogen lýkur við annað verkefni sitt sem hann vinnur að með Kevin Smith, mynd sem ber nafnið Zack & Miri Make a Porno.

