Ótal útgáfur eru til af breska rannsóknarlögreglumanninum, sögupersónunni Sherlock Holmes, eftir Arthur Conan Doyle, og mörgum finnst tími kominn til að hressa aðeins upp á persónuna, og feta nýjar slóðir.
Er þá nokkuð betra en að láta Holmes vera japanska konu!
The Ring leikkonan Yuko Takeuchi leikur Holmes í nýrri sjónvarpsmynd, Miss Sherlock, frá bandarísku sjónvarpsstöðinni HBO, en þar er sögusviðið fært til nútímans. Myndin er fyrsta kvikmyndin sem HBO gerir á japönsku.
Margir harðir aðdáendur Doyle fengu létt sjokk þegar bandaríska sjónvarpsserían Elementary réð asísk-bandarísku leikkonuna Lucy Liu í hlutverk aðstoðarmann Holmes, Dr. John Watson. Miss Sherlock tekur þetta einu skrefi lengra, og lætur Holmes og „Dr. Watson“, vera kvenkyns.
Í myndinni er Holmes japönsk kona fædd í Bretlandi, sem fer til Japans til að leysa sakamál, sem enginn hefur náð að ráða fram úr. Hennar „Watson“ heitir Dr. Wato Tachibana, sem Shiori Kanjiya leikur, kvenkyns skurðlæknir, sem er nýkominn heim frá því að sinna læknisþjónustu í Sýrlandi.
Í fyrstu stiklu úr myndinni fáum að sjá hasar og ofbeldi m.a., og við sjáum Takeuchi að störfum, svartklædda með dökkan varalit. Í texta í stiklunni stendur m.a. „Fallegasti Sherlock til þessa“.
Átta þættir eru í seríunni, sem var meðframleidd af Hulu myndveitunni í Japan. Talið er að þetta sé aðeins byrjunin á því sem koma skal hjá HBO í Japan, en sjónvarpsstöðin hyggst færa út kvíarnar alþjóðlega.
Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: