Fyrsta kitlan er lent fyrir sjónvarpsþættina Kötlu úr smiðju leikstjórans Baltasars Kormáks. Serían er væntanleg á streymisveitu Netflix 17. júní og verða þættirnir átta talsins.
Einu ári eftir mikið gos í Kötlu ógnar eitthvað friði og ró í Vík. Þegar íbúar hefja rýmingu svæðisins vakna dularfull öfl, sem hafa verið frosin djúpt í iðrum jökulsins öldum saman, og rísa upp úr bráðnum ísnum. Í kjölfarið hefst atburðarás sem engan hefði geta órað fyrir.
Með hlutverk fara Guðrún Ýr Eyfjörð, Íris Tanja Flygenring, Ingvar Sigurðsson, Þorsteinn Bachmann, Sólveig Arnarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Baltasar Breki, Björn Thors, Haraldur Ari Stefánsson, Birgitta Birgisdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Aldís Amah Hamilton, Hlynur Atli Harðarson og Svíarnir Aliette Opheim and Valter Skarsgård.
Leikstjóri er Baltasar Kormákur en handritshöfundar auk hans eru Sigurjón Kjartansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir. Börkur Sighorsson og Thora Hilmarsdóttir eru einnig leikstjórar þáttanna.