Í gær 10. október 2007 varð Smárabíó 6 ára. Bíóið opnaði um leið og Smáralindin 10. október 2001. Smárabíó var af nýrri kynslóð kvikmyndahúsa og sló strax í gegn og hefur verið á toppnum sem langvinsælasta og aðsóknarmesta kvikmyndahús landsins í 6 ár í röð með yfir 30-35% markaðshlutdeild eitt og sér á þessum 6 árum og hafa síðan önnur kvikmyndahús farið í breytingar að hætti Smárabíós.
Smárabíó hefur haft yfirburði þegar kemur að vali gesta á eftirlætis kvikmyndahúsi sínu því í öllum þeim könnunum sem gerðar hafa verið frá opnum Smárabíós hefur Smárabíó haft gríðarlega yfirburði. Spurt var “ef sama kvikmynd væri sýnd í öllum kvikmyndahúsum, hvaða kvikmyndahús myndir þú velja?“ Hlutfallið í síðustu könnun var komið í 68% Smárbíói í vil!!
Opnunarmyndir Smárabíós þann 10. okt 2001 voru söngvamyndin Moulin Rouge með Nicole Kidman og Ewan MacGregor, rómantíska gamanmyndin America´s Sweethearts með John Cusack, Juliu Roberts, Billy Crystal og Catherine Zeta-Jones og teiknimyndin Final Fantasy, sem sagt eitthvað fyrir alla.
Hér eru að lokum nokkrir skemmtilegir molar:
– Á þessum 6 árum eru Mýrin og Lord of the Rings: The Return of the King vinsælustu myndirnar í Smárabíói.
– Tæplega 2.5 milljónir gesta hafa borgað sig inn í Smárabíó á þessum 6 árum.
– Hver Íslendingur hefur að meðaltali farið rúmlega 8 sinnum í Smárabíó á þessum 6 árum.
– Íslendingar hafa borðað 120 tonn af poppi í Smárabíói á þessum 6 árum og kyngt því niður með tæplega 1.5 milljón lítrum af gosi!!
Kvikmyndir.is óskar Smárabíó til hamingju með daginn!

