Fox hafa lyft nú loksins lyft hulunni af söguþræðinum fyrir næstu X-Files myndinni, sem er „stand-alone“ eins og við höfum áður greint frá. Myndin fékk titill um daginn og ber því nafnið The X-Files: I Want to Believe. Það er greinilegt að myndirnar sem við birtum hér um daginn þar sem plakat fræga fyrir aftan Mulder sem stóð á „I want to believe“ áttu meira skylt með nafninu en við héldum.
Söguþráðurinn er hér fyrir neðan og er nokkuð um spoilera í honum, þannig að ef þú vilt ekkert vita þá skaltu ekki lesa lengra!
Söguþráðurinn er þannig að hóp kvenna er rænt í fjallaumhverfi Virginíu, og einu vísbendingar lögreglunnar eru mannsleifar meðfram snjóhvítum þjóðveginum. Með hjálp skyggns prests finnur lögreglan gamalt yfirgefið húsnæði sem var notað fyrir læknisfræðilegar tilraunir. Þó svo að X-Files hafi hætt fyrir mörgum árum síðan þá ákveða FBI að opna deildina fyrir þessa einu rannsókn, og að sjálfsögðu eru Mulder og Scully einu manneskjurnar sem geta nálgast svarið!
Núna meika myndirnar sem við sendum inn fyrir stuttu miklu meira sens! Vonandi að Fox dæli út trailer sem fyrst!

