Nú er rétt vika þar til Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefst, en eins og komið hefur fram hér á síðunni verður margt hnossgætið þar að finna fyrir kvikmyndaáhugafólk. Í ár verður kastljósinu meðal annars sérstaklega beint að Spáni, undir liðnum “Sjónarrönd” en sá flokkur hefur fylgt Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík um langa hríð, að því er fram kemur í frétt á vef hátíðarinnar www.filmfest.is Í flokknum er eitt þjóðland tekið fyrir og nýjar myndir þaðan sýndar. Í fyrra bar Danmörku við sjónarrönd og árið þar á undan var kvikmyndagerð frá Íran gert hátt undir höfði. Í ár verða hins vegar fjórar splunkunýjar spænskar kvikmyndir sýndar, eins og fyrr sagði, tvær leiknar myndir og tvær heimildarmyndir. Aðstandendur kvikmyndahátíðar völdu Spán því að kvikmyndir þaðan hafa verið í mikilli uppsveifakir meðal evrópskra kvikmyndaþjóða. Þar ber minna á félagslegu raunsæi og meira er lagt upp úr ferskum frásagnarleiðum og þjóðlegum einkennum. Myndirnar sem sýndar verða nlu undanfarin ár og því að Spánverjar eru um margt sérstefnast Ég (Yo), Dökkblárnæstumsvartur (Azuloscurocasinegro), Járnbrautarstjörnur (Estrellas de la Linea) og Campillo, já (Campillo, sí, quiero). Sú síðastnefnda verður heimsfrumsýnd á hátíðinni. Campillo, já segir frá bænum Campillo de Ramas sem hefur orðið vinsæll áfangastaður samkynhneigðra á Spáni. Þar tók bæjarstjórinn Francisco Maroto nýjum lögum um leyfi til að gefa samkynhneigða saman til jafns við gagnkynhneigða opnum örmum. Bæjarstjórinn Francisco Maroto er orðinn að nokkurs konar hetju á svæðinu, og hann verður gestur alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í ár og mun svara spurningum á heimsfrumsýningu myndarinnar 28. september kl. 20:00. Hin heimildarmyndin nefnist Járnbrautarstjörnur og segir frá lífi vændiskvenna við járrnbrautarteina sem liggja gegnum Gvatemala-borg. Í von um að vekja athygli á stöðu sinni og vandamálum grípa þær til þess ráðs að stofna saman fótboltalið en fá ekki að taka þátt. Leiknu myndirnar eru báðar verðlaunum skrýddar, Ég hlaut t.a.m. FIPRESCI-verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam. Dökkblárnæstumsvartur hefur gengið gríðarlega vel í heimalandinu og verið líkt við verk Almodóvar. Báðar fjalla myndirnar um samskipti Spánverja við Þýskaland eða Þjóðverja, með ólíkum hætti þó.

