Eftir lygilega velgengni allra kvikmynda byggðum á ofurhetjum þeim sem goðsögnin Stan Lee skapaði fyrir áratugum síðan, hefur frægðarsól hans risið sem aldrei fyrr. Öldungurinn ætlar að nýta sér það, og hefur fengið mann að nafni Luke McMullen, sem skrifaði og leikstýrði lítilli óháðri mynd að nafni Pigeonholed, til að skrifa handritið að hugmynd einni sem hann hefur fengið að kvikmynd. Söguþræði myndarinnar er haldið leyndum, en vitað er að hún gerist í náinni framtíð þegar búið er að finna upp afar frumlega aðferð til að refsa þeim sem eru þjóðfélagsóvinir og glæpamenn. Myndin verður framleidd af nýstofnuðu framleiðslufyrirtæki Lee sem heitir POW!Films.

