Christopher Nolan hefur hrósað kollega sínum Zack Snyder í hástert fyrir starf sitt við hina væntanlegu Man of Steel. Hann segir myndina mun meira krefjandi en Batman-þríleikinn sem hann hefur nýlokið við að leikstýra.
Nolan framleiðir Man of Steel sem er endurræsing á Súperman-myndabálkinum.
„Zack var hárrétti maðurinn til að taka að sér þetta verkefni. Hann er ótrúlega góður í að búa til nýjan heim, sama hvort hann er stíliseraður eins og í 300 eða mun meira krefjandi og fjölbreyttari eins og í Watchmen,“ sagði Nolan við The Hollywood Reporter.
„Að mínu mati er mun erfiðara að takast á við Súperman og búa til þann heim heldur en Dark Knight-veröldina.“