Þann 19. október frumsýnir Sena í Háskólabíói hina mögnuðu en
átakanlegu heimildarmynd Syndir feðranna sem segir örlagasögu þeirra 128 drengja
sem vistaðir voru á Breiðavík á árunum 1952-1973. Þessi mynd er búin að vera 7
ár í framleiðslu og undirbúningi og var langt á undan fjölmiðlum sem vörpuðu
ljósi á þetta óhugnanlega mál fyrr á árinu. Það var einmitt fyrir rannsóknir
annars af tveimur leikstjórum myndarinnar að málið komst í fjölmiðla. Hins
vegar var þar aðeins yfirborðið kannað (hversu ótrúlegt sem það hljómar) en í þessari
mynd er kafað djúpt í málið og mörg skelfilega atvik afhjúpuð og í myndinni eru
viðtöl og myndbrot sem aldrei hafa sést í fjölmiðlum áður! Þetta er nánast
skylduáhorf því sögur fyrrverandi vistmanna af líkamlegu, andlegu og kynferðislegu
ofbeldi, eru persónulegar og átakanlegar og vekja upp spurningar sem við þurfum
öll að leiða hugann að.
Til að þið getið betur áttað ykkur á þessu magnaða verki kíkið
á: http://www.breidavik.com/ og smellið á stiklu (6. mín trailer)
Upplýsingar um myndina eru nú þegar komnar inná kvikmyndir.is og
væntanlegt er plaggat og bíóbrot.

