Ein frægasta mynd Alfred Hitchcock hefur verið sett á svið í leikhúsi. Myndin sem um ræðir heitir The 39 Steps og er frá árinu 1935. Margir kannast eflaust við það að myndir Hitchcock byggi upp gríðarlega spennu en í leikritinu er farið með myndina eins og farsa!
Leikritið byggist upp á 4 leikurum, látbragðsleik, flottum brellum og leikbrúðum. Leikritið er talið byggja vel upp á myndinni, en öfugt við að öll morð o.þ.h. hafi verið alvarleg í myndinni er farið gamanlega með það í leikritinu sem um ræðir. Charles Edwards, Jennifer Ferrin, Arnie Burton og Cliff Saunders fara með aðalhlutverkin. Leikstjórinn er Maria Aitken.
„Það var ótrúlega gaman að sjá myndina eftir Hitchcock vakna til lífs með einföldum leik og einföldum brellum“, sagði áhorfandi á sýningunni.
Það er ljóst að Hitchcock myndi snúa sér við í gröfinni ef hann les þessa frétt, en undirritaður er þó mikill Hitchcock aðdáandi og dauðlangar að sjá verkið!

