Komnar eru fyrstu tölurnar yfir gróða The Dark Knight í kvikmyndahúsum erlendis og miðað við þær þá hefur myndin stærstu opnunarhelgi allra tíma með rétt um 155 milljón dali. Spider-Man 3 var seinust á toppnum með rétt yfir 151 milljón dali og þar á eftir Pirates of the Caribbean: Dead Man’s Chest með kringum 135 milljón dali. Hinsvegar verður að taka til greina að The Dark Knight er með metið í flestum sýningum í kvikmyndahúsum eða réttara sagt um 4366 bíóum alls.
Myndin er þó 152 mínútur á lengd sem þýðir færri sýningar svo þetta jafnast nokkuð mikið. Þessi tala er þó aðeins viðmið/líkleg spá þar til réttar tölur verða birtar en yfirleitt eru flest viðmið minni en endanlega talan, svo það má búast við stærri lokatölu yfir helgargróðann.
The Dark Knight er að verða að einhverskonar atburði, ekki aðeins í kvikmyndaheiminum heldur í mest öllum vestræna heiminum. Það er sjaldan sem ein kvikmynd hefur vakið svona mikinn áhuga hjá svona mörgum og jafnvel sjaldgæfara að kvikmynd sem fær svo rosalega góða dóma frá næstum öllum nær að toppa box office.
The Dark Knight er hugsanlegur Titanic-breaker, hún hefur sénsinn í að toppa gróðahæstu mynd allra tíma, en það mun koma í ljós. Sem betur þá fá margir íslendingar að sjá hana á forsýningum meðal annars frá kvikmyndir.is og Nexus í Kringlubíó annaðkvöld, ég eins og allir aðrir sem munu fara, er mjög spenntur.
UPPFÆRSLA. 20, júlí 2008 kl. 22:00
Samkvæmt www.boxofficemojo.com þá hefur The Dark Knight grætt kringum 40 milljón dali í kvikmyndahúsum utan Norður-Ameríku. Sem þýðir að heildartalan yfir helgargróðann er komin uppí 195 milljón dali sem er meira en myndin kostaði í framleiðslu, sem var kringum 180 milljón dali. Það má kalla þetta svo sannarlega góða helgi fyrir The Dark Knight.

