NBC greina frá því í fréttum sínum í dag að pláss rétt eftir Super Bowl(Ofurskálina) XLIII, s.s. á næsta ári, verður notað í þátt af bandarísku útgáfunni af The Office ásamt því að spin-off þáttur af The Office muni líta dagsins ljós. Um 148 milljónir manna horfa á Ofurskálina ár hvert.
Greg Daniels sagði, með kómísku ívafi þó: „Hvern hefði grunað að bandaríska þjóðin gæti horft á grín-heimildarmynd eftir Ofurskálina??Hvað hefur gerst fyrir þetta land?!“
Spinoffið mun fela í sér sama húmor og í núverandi bandarísku Office þáttunum, en með ferskum andlitum og öðru umhverfi. Það má segja að þetta sé ,,næsti kafli“ af The Office þáttunum.

