Bíó Paradís býður kvikmyndaunnendum upp á sannkallaða kvikmyndaveislu þegar Þýskir kvikmyndadagar fara fram í fimmtánda sinn dagana 21. febrúar – 2. mars 2025. Viðburðurinn er í samstarfi við Goethe-Institut Dänemark, German Films og Þýska sendiráðið á Íslandi.

Eins og fram kemur í tilkynningu verða sýndar sex framúrskarandi þýskar kvikmyndir á hátíðinni sem bjóða áhorfendum upp á magnað ferðalag í gegnum spennandi sögur, sögulega atburði og ógleymanlegan tilfinningarússíbana. Að auki verður boðið upp á klassíska kvikmynd á sérstakri föstudagspartísýningu með þýsku teknói.
Dagskráin í stuttu máli:
- Sterben (Dying) – Opnunarmynd hátíðarinnar, dramatísk mynd um brotna fjölskyldu sem hlaut silfurbjörninn fyrir besta handrit á Berlinale og var valin besta mynd ársins á Þýsku kvikmyndaverðlaununum 2024.
Dauðinn á sér margar birtingarmyndir í Lunies fjölskyldunni, þar sem við fylgjumst með syninum Tom (stjórnanda ungmennasinfóníu), systurinni Ellen (sem hefur ekki átt sjö dagana sæla) og móðurinni Lissy (sem er karakter sem kemur sífellt á óvart). ...
Keppti um Berlínarbjörninn á kvikmyndahátíðinni Berlinale þar sem hún hlaut silfurbjörninn fyrir besta handritið.
- The Seed of the Sacred Fig – Pólitísk spenna og fjölskylduleyndarmál á tímum ólgu í Teheran. Myndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna 2025 sem besta erlenda mynd ársins.
Við fylgjumst með fjölskyldu rannsóknardómara þar sem byssan hans hverfur óvænt á sama tíma og heljarinnar mótmæli brjótast út í Teheran höfuðborg Írans. Innan áður samheldinnar fjölskyldu hans myndast eitrað andrúmsloft… ...
Keppti um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni Cannes og hreppti sérstök dómnefndarverðlaun og FIRPRESCI verðlaunin. Tilnefnd sem besta myndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2024 og Mohammad Rasoulof fyrir bestu leikstjórn.
- Cuckoo – Hræðslutryllir með Hunter Schafer (Euphoria) í aðalhlutverki.
Eftir að hafa þurft að flytja gegn vilja sínum til þýsku Alpanna með föður sínum og nýju fjölskyldu hans, þá kemst Gretchen að því að nýi bærinn býr yfir ískyggilegum leyndarmálum. Undarleg hljóð plaga hana og skelfileg sýn af konu sem veitir henni eftirför. ...
- From Hilde, with Love – Ástarsaga í skugga seinni heimsstyrjaldarinnar um andspyrnuhóp í Berlín.
Við erum stödd í Berlín árið 1942. Við fylgjumst með Hilde sem er virkur meðlimur í and-nasistahópi, sem verður ástfangin af Hans sem er einnig virkur í hópnum. Þau eyða sumrinu saman eða þar til lífið tekur stakkaskiptum. Þau eru bæði handtekin af öryggislögreglunni ...
- Riefenstahl – Heimildamynd um flókna ævi Leni Riefenstahl og siðferðilegar spurningar um ábyrgð listamannsins.
Áhrifamikil heimildamynd sem fjallar um ævi Leni Riefenstahl og flókin tengsl hennar við nasistastjórnina. Með því að bera sjálfsmynd hennar saman við sögulegar staðreyndir, dregur myndin fram siðferðilegar spurningar um ábyrgð listamannsins og áhrif listar á samfélagið....
- She Chef – Heimildamynd um Agnesi Karrasch, unga og óhefðbundna matreiðslukonu í heimi háklassa matargerðarlistar.
Áhrifamikil heimildarmynd þar sem við fylgjumst með hinni ungu Agnesi Karrasch í heimi háklassa matargerðarlistar. Agnes er örvhent og stendur utan við hefðbundnar staðalmyndir í matargerð, sem oftast eru karlamiðaðar. Eftir að hafa unnið heimsmeistaramót í matargerð með ...
- Run Lola Run – Föstudagspartísýning þar sem adrenalínið tekur völdin! Sýningin fer fram 28. febrúar kl. 21:00 með DJ Sley sem leikur þýskt teknó eftir myndina.
Kærasti Lolu vinnur sem íhlaupamaður fyrir mafíuna, og skilur eftir fulla tösku af peningum sem vinnuveitandi hans á, í neðanjarðarlest. Hann hringir í Lolu í ofboði og segir að ef hann geti ekki náð í peningana á næstu 20 mínútum, þá verði hann að ræna matvöruverslun til ...
Tilnefnd til BAFTA verðlauna sem besta erlenda mynd.
Miðasala er hafin á heimasíðu Bíó Paradís.
Sjáðu dagskrána og sýningartíma á bioparadis.is og hjá okkur hér og hér.
Ekki missa af veislunni – Þýskir kvikmyndadagar eru einstakt tækifæri til að njóta kvikmyndalistar á heimsmælikvarða.