Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Run Lola Run 1998

(Lola rennt)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

The Pressure is Rising, The Adrenaline is Rushing, The Clock is Ticking

81 MÍNÞýska
Rotten tomatoes einkunn 93% Critics
The Movies database einkunn 77
/100
Tilnefnd til BAFTA verðlauna sem besta erlenda mynd.

Kærasti Lola vinnur sem íhlaupamaður fyrir mafíuna, og skilur fulla tösku af peningum sem vinnuveitandi hans á, í neðanjarðarlest. Hann hringir í Lola í ofboði og segir að ef hann geti ekki náð í peningana á næstu 20 mínútum, þá verði hann að ræna matvöruverslun til að redda peningunum. Lola fer í bankann til föður síns til að sjá hvort að hann... Lesa meira

Kærasti Lola vinnur sem íhlaupamaður fyrir mafíuna, og skilur fulla tösku af peningum sem vinnuveitandi hans á, í neðanjarðarlest. Hann hringir í Lola í ofboði og segir að ef hann geti ekki náð í peningana á næstu 20 mínútum, þá verði hann að ræna matvöruverslun til að redda peningunum. Lola fer í bankann til föður síns til að sjá hvort að hann geti hjálpað. Á þessum tímapunkti þá sýnir myndin þrjár mögulegar leiðir sem myndin getur farið í - en hver og ein þeirra endar ekkert endilega vel.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Svar Þýskalands við Groundhog Day
Run Lola Run eða Lola Rennt eins og hún heitir á þýsku er mjög óvenjuleg spennumynd.

Hún fjallar um Lolu öðruvísi eldrauðhærða stelpu sem þarf að redda 100.000 þýskum krónum fyrir kærastann sinn Manna og dópgengi hans á 20 mín annars verður Manni drepinn. En þá hefst teknótónlist og mikil hlaup um borgina þar sem Lola er að redda peningunum og lenda í alls konar aðstæðum.

Run Lola Run kom mér skemmtilega á óvart, mér fannst hún mjög spennandi og minnti hún að einhverju leyti á frábæru myndina Groundhog Day. Maður bíður spenntur eftir því hvort að Lolu takist að redda peningunum við hressa tónlist og skemmtilegar litlar sögur um fólkið sem hún hittir.

Mjög stutt og laggóð en hress þýsk mynd sem ég mæli eindregið með!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er svo sem áhugaverð mynd en ekket meira hún hvorki spennandi,fyndin né rómantísk hún er allt í lagi ekkert meira en samt er þetta áhugaverð mynd sem er allt í lagi að sjá einu sinni en ekkert meira.

Myndin er vel leikinn og áhugaverð en ekkert meira en ég gef henni 2 1/2 fyrir það hvað hún er áhugaverð og vel leikinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Lola Rennt er hugmyndasmíð Tom Tykwer og sýnir hann afbragðstakta. Myndin er í grófum dráttum um Lolu (Franka Potente) sem þarf að ná í 100.000 mörk á 20 mínútum út af því að kærasti hennar, Manni (Moritz Bleibtrau) týndi þeim frá hættulegum glæpamanni sem mun áreiðanlega drepa hann ef hann afhendir honum það ekki innan þessarra 20 mínútna. Lola þarf að hindra manni í að ræna stórmarkað í örvæntingu sinni og á meðan hún hleypur reynir því að hugsa upp fullt af leiðum til þess að reyna að fá peningana. Henni dettur í hug að biðja kannski hinn kaldlynda föður sinn (Herbert Kneup) um peningana en er ekki viss um að það gangi eftir. Hún reynir að hraða sér til Manni en margt ófyrirséð á eftir að koma á daginn. Þessi mynd er eins og æfing í kvikmyndagerð. Hún skeytir til dæmis saman leikinni mynd og teiknimynd og allt í hráum stíl svo að þetta kemur út eins og MTV myndband en allt miklu athyglisverðra og skemmtilegra. Persónunum sjálfum fær maður kannski ekki mikið að kynnast en það er ekki tilgangurinn með myndinni. Handritið sem Tom Tykwer skrifar auk þess að leikstýra er fullt af óvæntum uppákomum og uppfinningasemi. Ef þið hafið séð Groundhog Day þá hafið þið kannski einhverjar hugmyndir um hvað gerist. Kvikmyndatakan er mjög hröð og margar, margar klippingar í henni þar sem mestur hluti myndarinnar fer í að Lola hleypur og hleypur og reynir að ná í peningana. Tónlistin fellur mjög vel að viðfangsefninu og myndin verður út af þessum tveimur þáttum mjög stýlísk og flott. Leikararnir eru ekkert sérstakt aðalatriði í myndinni. Franka Potente leikur Lolu alveg prýðilega þótt maður viti ekki mikið um hana. Hún minnir mjög mikið á Millu Jovovich í The Fifth Element. Mest út af eldrauðu hárinu og hefur Tom Tykwer sennilega eitthvað haft Millu Jovovich í huga þegar hann skapaði Lolu útlitslega séð. Mér finnst Moritz Bleibtreu samt vera meini senuþjófur sem Manni sem er á barmi taugaáfalls og hefur enga hugmynd um hvað hann á af sér að gera. Síðan verð ég að minnast á eitt bráðsnjallt hjá leikstjóranum. Þegar Lola rekst eða talar örstutt við fólk sem hún þekkir af götunni er sýnt síðar hvernig fer fyrir þessu fólki í mjög hröðum skotum eftir því hvað Lola sagði eða gerði. Tom Tykwer er með auðugt hugmyndaflug og hlakka ég til þess að sjá eitthvað meira eftir hann í framtíðinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Smáglæpamaðurinn Manni hefur týnt 100.000 marka peningasendingu, sem hann átti að færa vinnuveitendum sínum eftir 20 mín. Í örvæntingu sinni hringir hann í unnustu sína, Lolu, og segir henni, að geti hún ekki útvegað honum þá upphæð innan þess tíma, verði hann örugglega drepinn. Lola tekur þegar á sprett og leitar allra ráða til að bjarga kærastanum, en þar geta sekúndurnar skipt sköpum. Stórskemmtileg og afar fersk þýzk kvikmynd sem er virkilega þess virði að sjá og jafnvel eignast.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sniðug, óhefðbundin og fersk spennumynd frá Þýskalandi sem fjallar um stúlku nokkra að nafni Lola sem lendir í þeirri óþægilegu stöðu að þurfa að redda 100,000 mörkum á 20 mínútum til að bjarga lífi kærasta síns. Ég ætla ekki að segja meira um söguþráðinn, það er svo miklu skemmtilegra að komast að smáatriðunum sjálfur. Stílinn yfir myndinni er mjög nýstárlegur, nokkurs konar tónlistarmyndbandastíll en hann kemur samt ekki niður á söguþræðinum og persónusköpuninni. Myndataka er alveg súper og tónlistin passar frábærlega við atburðarásina. Þetta er pottþétt mynd fyrir þá sem eru að leita að einhverju fersku.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.11.2012

Forsýning í kvöld: Cloud Atlas

Í kvöld, fimmtudagskvöldið 8. nóvember, verður haldin sérstök forsýning á okkar vegum á stórmyndinni Cloud Atlas. Hún verður haldin í Háskólabíói kl. 20:00 og að vanda munum við sleppa hléi. Um er að ræða lo...

07.11.2012

Frumsýning - Cloud Atlas

Bandaríska kvikmyndin Cloud Atlas verður frumsýnd á föstudaginn. 9. nóvember. Í tilkynningu frá Senu segir að hér sé á ferðinni áhrifarík og tilfinningaþrungin stórmynd sem gerð sé eftir metsölubók breska rith...

28.10.2012

Tom Hanks ekki á toppnum

Bráðabirgðatölur fyrir helgaraðsóknina í Bandaríkjunum, frá föstudegi til sunnudags, sýna að vinsælasta myndin þar í landi var gíslatökumynd Bens Affleck, Argo, en myndin er komin á toppinn eftir að hafa verið í sýningum í þrj...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn