Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



She's All That
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin er fyrirsjánaleg og barnaleg en það er hægt að hafa gaman að henni upp að vissu marki. Enginn snilld ekki heldur eins mikil hörmung og ég hafði búist við. Ekki mynd sem maður horfir á með félögunum, kanski stelpu. Gleymist fljótt ekkert vera eyða pening í þessa mynd kíkið heldur á hana þegar hún er sýnd á stöð 2.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Fish Called Wanda
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég elska þessa mynd. Michael palin og John Cleese (úr monty python) er aðal handritshöfundar myndarinnar.Þetta er meistarastykki og besta mynd Jamie lee Curtis og mun betri en fierce Creatures sem var samt mjög góð. Algjör skyldu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Office Space
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er eitthvað svo yndislega vitlaus og skemmtileg mynd. Kemur skemmtilega á óvart og mæli eindregið með henni fyrir þá sem fýla svona vitleysu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Groundhog Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frekar furðuleg mynd en engu að síður áhugaverð og eitthvað svo mannleg (veit furðulegt viðhorf. Bill Murray er sjálfumglaður asni sem hugsar um enga aðra en sjálfa sig og er fúll út í allt og alla. Bill er sendur í einhvern lítin bæ og á að fjalla um groundhog day í þessum litla bæ, hann er ekkert alveg sáttur með það en lætur sig hafa það. um kvöldið þegar han og fréttalið hans ætla fara aftur í stórborgina kemur brjálað veður og verða þau að vera um nóttina í þessum bæ. Daginn eftir vaknar Murray á gistiheimilinu sem hann gisti en kemst að þvi að hann er að upplifa gærdaginn, ekki skánar það þar sem hann er fastur þannig að hann vaknar alltaf þennan saman dag. Það sem er eitthvað svo mannlegt við þessa mynd er viðhorf Murray og hvernig hann breytist á þessum sama degi sem hann lifir aftur og aftur .
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Top Secret!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Án nokkurs vafa besta mynd David og Abrahams en þeir hafa staðið á baki við myndir eins Naked Gun og Hot shots. EN þessir toppar þær. 100% heimskulegur húmor. Yndisleg mynd algjör skylda.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. and Mrs. Smith
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það sem er stærsti galli þessarar myndar og alltof margra mynd í dag er söguþráðurinn. Megin plott myndarinnar gengur ekki upp, það er, ef það væru 2 leigummorðingjar giftir og umboðsaðilar þeirra kæmust að því myndur þeir ekkert láta þau reyna drepa hvort annað. Miklu meiri líkur að þeir myndu bara eitra fyrir hjónunum. Annar gallinn er Angelina Jolie, manneskjan getur ekki leikið, ekki það að flestum í dag sé ekki sama vegna þess hún lýtur vel út og það sama má að mörgu leiti segja um Brad Pitt en hann getur þó eitthvað leikið. Ef maður lætur söguþráðinn og leikinn hennar Angelinu far í taugarnar á sér getur maður alveg hlegið og notið myndarinnar. En þetta er enginn óskarsverðlaunamynd og hún var ekkert auglýst sem slík heldur aðeins létt spennandi afþreying sem hægt var að hafa gaman að og því held ég að flestir fái það sem þeir búast við þegar þeir fara á myndina, ef þeir eru ekki með neinar merkilegar væntingar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Enemy of the State
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er eitthvað sem mér finnst heillandi við þessa mynd. Kanski er það þessi conspiracy theory hugmynd um að ríkistjórnin hafi mann í styttri ól en maður heldur sem ég fýla en það er eitthvað við hugmynd myndarinnar sem ég hef gaman af. Tony Scott er orðinn ansi góður í að gera skemmtilegar spennumyndir þó þær séu misgóðar og er hann langt á eftir stóra róður sínum Ridley Scott hvað varðar myndir en hann gerir engu að síður ágætis myndir. Will Smith og Gene Hackman standa fyrir sínu eins og vanalalega og smellpassar Gene í hlutverk sitt sem fyrrverandi NSA tölvunörd. Þetta er ágætis vitleysa ef maður ef maður leyfir sér að njóta myndarinnar og er ekkert að pæla alltof mikið í smáatriðunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dalalíf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mynd í líf seríunni þarf að segja meira. Ekkert nema tær snilld. Íslenskur húmor eins og hann gerist bestur. Og gerist ég meira að segja svo djarfur að segja að líf mybdirnar séu nokkurs konar Monty Pythin myndir okkar Íslendinga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ruthless People
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er bráðskemmtileg mynd. Eðlilegasta mynd Jim Abrahams og David Sucker, það er að segja ekki verið að spoofa aðrar myndir.
Danny er búinn að fá nóg af konunni sinni og æltar að láta ganga frá henni þegar henni er rænt og ræningjarnir heimta lausnar gjald. Danny sér þetta sem tækifæri til að losna við hana í eiit skipti fyrir öll.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batman Begins
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér skemmtilega á óvart. Ég er batman aðdáandi og fannst Burton takast mjög vel með sína fyrstu mynd en eftir hana fóru bara myndirnar niður á við og náðu botninum með Batman og Robin. Það sem þessi mynd er miklu raunverulegri og jarðbundnari en hinar gerir hana meira raunverulegri en hinar og svo eru allar persónunnar miklu raunverulegri og dýpri sem ég lýt á sem góðan hlut og gaman að sjá svona marga leiakara fara á kostum. Það eru vissi gallar við myndina en góðu hlutirnir yfirgnæfa gallana svo maður er ekkert að hugsa mikið um þá. En það sem gerir þessa mynd öðruvísi en allar hinar ofurhetju myndirnar er að þessi er raunsæ og snýst ekki um hasarinn heldur sögu Bruce Wayne sem varð síðan Batman. Þetta er alls ekki barna mynd þar sem myndin er ansi djúp og snýst ekki ara um hasarinn, sem er ekki það mikið um. Frábær mynd sem sem flsir ættu að sjá, en krakkar hafa ekki endilega gaman að henni þar sem hún er ansi dimm og er sagan dimm og djúp.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Jerk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Steven Martin í toppformi. Snilldar mynd fráyrjun til enda. Ekkert óskarsverðalauna mynd en engu að síður snilldar mynd er gaman af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sin City
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

4 sögur sem hafa ósköp lítið með hverja aðra að gera fyrir utan það að persónurnar eru sumar hverjar í fleiri en einni sögu. Það sem gerir þessa mynd virkilega flotta er hversu flottar samræðurnar eru. Viss stíll við myndina minnir mann á Pulp Fiction. Þetta er besta mynd Roberts og augljóslega Frank Millers líka. Þetta er skildu mynd fyrir alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Happy Gilmore
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Snilld. eina orðið sem getur lýst myndinni. Mjög steikt en samt ekki. Adam Sendler í sýnu bestu mynd. Allir verða að sjá hana hvort sem þeir eru aðdáendur Adams eða ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hook
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég veit ekki afhverju eða hvað það er, en af einhverjum ástæðum elska ég þessa mynd. Ég veit ekki einu sinni hversu oft ég leigði hana sem krakki og það skrítn er að systkini mín hafa horft á hana ég veit ekki hversu oft. Það er eitthvað við þessa mynd sem heillar litla krakka. Myndin nauðgar á vissan hátt sögunni um Pétur Pan en myndin er ansi flott, en einnig mjög löng, punkturinn yffir i-ð er leikarahópurinn sem saman stendur af Robbin Williams, Julie Roberts og Dustin Hoffman. Myndin er auðvitað aðallega fyrir krakka en fullorðnir ættu samt að geta haft haman af myndinni. Mjög sæt mynd sem hentar sumum en alls ekki öllum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Me, Myself and Irene
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ekki besta mynd bærðranna, en miðað við nýjustu mynd þeirr er þetta er þetta meistarstykki. Jim Carry er mjög rólegur og yfirvegaður sama hvað á bjátar missir aldrei stjórn á sér þangað til einn daginn gefur eitthvað í hausnum á honum og hann verður geðklofi. Auðvitað er myndin ansi ýkt en einnig ansi fyndinn enda Jim algjör snillingur. Langt því frá eins góð og there something about mary en engu að síður hin fínasta skemmtun þó hún sé svoldið gróf á köflum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Airheads
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Æi þetta er ágætis vitleysa. Myndin byrjar ekkert sérstaklega vel en batnar bara. Auðvitað helsta myndin aðallega uppi á leikrunum en ekki handriti eins og maður bjóst við, ef maður er ekki með sérstakar væntingar er þetta hin fínasta mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gattaca
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Algjör snilldar mynd kom mér ofboðslega á óvart. Myndin er ekki einugnis flott og vel leikin heldur er handritið einnig mj0g gott og ótrúlegt en satt frekar heimspekileg. Mæli eindregið með henni svo þegar þú leigir spólu skaltu taka þessa sem gamla því hún er meistarastykki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Waterboy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sandler leikur 30 ára gamlan waterboy sem kemst að því að hann hefur hæfileika í ruðningi.Alls ekki Sandlers besta mynd en samt ágætis skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Phantom of the Opera
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er enignn tónlistar aðdáandi og hvað þá aðdándi tónlistamynda svo að ég hafði engar væntingar þegar sá The phantom of the opera og svo er Joel Schumacher leikstjóri myndarinnar svo væntingarnar voru ekki miklar. Myndin er ofboðslega vel gerð og söngurinn alveg frábær og fékk maður bara gæsahúð í einu atriðinu þegar Emma rossum fór að syngja.

Þetta er mjög góð mynd mætti samt vera aðeins styttri en engu að síður mjög góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Billy Madison
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

MJög heimskuleg mynd með Adam Sandler þarf að segja meira. Algjör snilld ef þú ert hrifinn af barnalegum og heimkskulegum grínmyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Constantine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á þessa mynd um daginn og bjóst við enn einni ofurhetjumynda vitleysunni (sem þessi mynd er reyndar). Mér finnst myndin nokkuð góð og eru tælnibrellur bara nokkuð góðar (jafnast ekkert á við Lord of the rings en samt nokkuð góðar), mér finnst flestir leikaranna stand sig mjög vel í hluverkum sínum og passa mjög vel í þau sérstaklega Tilda Swanton í hlutverki sínu sem Gabríel en það er einn leikari sem f´ro svoldið í taugarnar á mér og auðvitað er það Keanu Reeves, mér fannst hann bara vera endurtaka hlutverk sitt sem Neo úr matrix myndunum. Þrátt fyrir slæman leik Keanu Reeves er þetta hin fínasta mynd og er gálga húmorinn alveg yndislegur en það mætti sammt vera meira af honum. Ég verð að viðurkenna það að ég hef lesið 2 myndasögur sem þessi mynd er byggð á, en þessar myndasögur sem ganga undir nafninu Hellblazer. Ég mæli með þessari mynd nema fyrir hard core aðdáendur myndasagnanna þar sem það er smá munur á Constantine og Hellbalzer 1. eru myndasögurnar breskar og gerast í Bretlandi 2.Constantine er ljóshærður og BRESKUR. En þrátt fyrir þesu smá mistök er þetta hin ágætis skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Night at the Roxbury
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er bara kjaftæði með aula húmor í gegnum alla myndina. Maður getur hlegið að sketsunum þeirra í saturday night live þar sem þeir voru stuttir en þegar þetta er orðið að 80 mín er komið meira en nóg reyndar var komið nóg eftir fyrstu 10 mínúturnar svo ég mæli ekki með þessari mynd þar sem hún er einum of asnaleg fyrir minn smekk.Myndin er alltof löng 3-4 mín er pastlegur tími fyrir þennan húmor þar sem hann nær ekki að halda skemmtuninni mikið lengur en í 5 mín.Ég gat nú samt brosað eitthvað yfir sumum atriðunum svo ég gef henni 1 g 1/2 stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The 13th Warrior
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

John McTiernan og Michael Chrichton auðvitað bjóst maður við góðri mynd svo að vonbrigðin urðu mikil er ég sá þessa mynd. Söguþráðurinn er svo sem allt í lagi en þar sem fer í taugarnar á mér er að myndin styður sig á blóðbað og ógeðsleg atriði til að hræða og halda áhorfandanum spenntum líkt og B-hryllingsmynd þegar hún hafði ágætis söguþráð til að halda myndini uppi. SViðsmynd og leikur er nokkuð góður en Michael og Mctiernan ná samt að klúðra þessu og því segi ég einungisforðist þessa mynd hún er ekki þess virði. Ge myndinni samt 1 1/2 stjörnu fyrir ágætis hugmynd leik og sviðsmynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Antz
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Nokkuð góð mynd en nær samt ekki að toppa A bugs life en er ekki langt á eftir henni. Mndin er skemmtilega skrifuð og höfðar einnig mjög svo til fullorðna jafnt sem yngri kynslóðinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Senseless
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ágætis vitleysa ef maður hefur gaman af heimskulegum myndum. Hvorki söguþráðurinn né leikurinn er neitt til að hrópa húrra fyrir en hann fer ekkert í taugarnar á mannni enda er ekki ætlast til þess að hann sé neitt sérstakur þar sem myndin helst uppi á góðum og skemmtilegum húmor. Vel hægt að hafa gaman af þessari mynd þó hún sé ekki mjög gáfuleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Saw
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá ég var alveg stomped eftir að hafa séð þessa mynd. Ekki bara vegna þess hún var virkilega góð heldur var hún mun meira en það. Myndin virkar mjög einföld og tilgangslaus eins og alltof margar hryllingsmyndir en myndin er alls ekki þannig. Saw none stop action í 100 mínútur en nær samt að hafa góðan söguþráð. Ég get ekki lýst hrifningu minni yfir myndinni eina sem ég get sagt er farið á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Airplane!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Virkilega steikt mynd en engu að síður algjör snilld enda frá þeim sömu og gerðu Hot shots og naked gun myndunum, þarf að segja meira. Ef þú fýlar myndir sem eru með aula húmor áttu eftir að elska þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blue Streak
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ágætis grínmynd með Martin Lawrence.Martin Lawrence er búin að vera í fangelsi í 2 ár fyrir að hafa stolið demanti og þegar hann er laus ætlar hann að ná í demantinn en hann hafði falið í loftræstisgöngum í byggingu sem var verið að byggja en nú 2 árum seinna er þessi bygging orðinn að lögreglustöð og reynir Martin með öllum tiltækum ráðum að ná steininum aftur. Mjög einfaldur og barnalegur söguþráður en engu að síður hin ágætis skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Van Wilder
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þeir sem ég þekki og hafa séð þessa mynd skiptast í tvo hópa. Annar elskar myndina meðan hinn hatar hana. Mér fannst myndin hundleiðinleg og nennti varla að klára að horfa á hana meðan vinur minn sem horfði á hana með mér ELSKAÐI hana. Ég viðurkenni að sum atriðinn voru nokkuð góð og í sumum þeirra var maður alveg að kúgast þar sem atriðin voru svo ógeðsleg en mér fannst þau samt ekki ná að bjarga myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Edtv
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hugmyndin að myndinni er mjög lík þeirri í The truman show. Ed er bara venjulegur maður sem lendir í reality show nema að þátturinn snýst um líf hans og er hann eltur hvert sem hann fer af mönnum með myndavélar og það sýnt í beinni. Þetta er langt því frá eins góð mynd Truman show en samt fín afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
AVP: Alien vs. Predator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ætla að byrja á því að segja að ég bjóst við jafn lélegri mynd og predator 2 var svo ég bjóst ekki við neinu merkilegu.

Hugmyndin er nokkuð skemmtileg og er umhverfið mjög flott og sömuleiðis tæknibrellur,leikurinn er ekkert merkilegur en hann er heldur ekkert slæmur.

Stærsti galli myndarinnar er eins og maður bjóst við handritið,það er svo sem ekki alslæmt en það sem fór mest í taugarnar á mér við það var að það hefði getað verið helvíti gott ef þeir hefðu bar eitt meiri tíma í að lagfæra það og gera betur, því að grunnhugmyndin er mjög skemmtileg.

Þó svo að handritið mætti vera mikið betra er þetta ágætis afþreying ef maður er ekki með of milar vonir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Once Upon a Time in Mexico
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mig langar til að gráta.Ég elskaði el mariachi og svo kom desperado sem var enn betri og svo kemur þetta kjaftæði.

Söguþráðurinn er svo leiðinlegur fyrir utan nokkur flott atriði.Ég mæli eindregið með því að fólk forðist þessa mynd.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Natural Born Killers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Oliver Stone og Quentin Tarantino skrifuðu handritið að þessari mynd og Oliver leikstýrir.

Ég held að allir geti verið sammála að ég sé á ferðinni mjög sérstök mynd.

Oliver hefur myndatökuna mjög furðulega og framstetningu mjög furðulega svo hún fer örugglega í taugarnar á mörgum en handritið og leikurinn er alveg frábær og persónurnar eru mjög skemmtilegar.

Þetta er góð mynd en það er bara spurning hvort að hún höfði til þín.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
House of 1000 Corpses
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Boring þetta orð lýsir myndinni alveg 100%.

Myndin er bara ógeðsleg og sick og söguþráðurinn er ripp off af texas chainsaw massacre nema þessi er léleg á allan hátt.

Auðvitað eru unglingar sem villast og enda hjá fjölskyldu (hér kemur það óvænta) sem drepur og pyndir fólk sér til skemmtunar og volla hér er kominn söguþráður að myndinni.

Þetta væri kanski skárri mynd ef þetta væri ekki 1000 skitpið sem þessi söguþráður er notaður.

Sparið ykkur tíma og pening og gleymið bara þessari.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Truman Show
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég held að allir verði að viðurkenna að þetta er snilldar mynd og Jim sýnir snilldar leik, það eina sem fór í taugarnar á mér var það að maður vorkennir Truman alltof mikið en engu að síður er niðurstaðan algjör snilld sem enginn má missa af.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gone in 60 Seconds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Lélegur söguþráður,asnaleg atriði,frægir leikarar og flottar senur öðru hvoru sem ganga ekki uppp sem sé hin týpiska Jerry Bruckheimer mynd.

Ef maður slekkur á heilanum og sættir sig við fáránlegar samræður og atriði sem ganga engan veginn upp þá er þetta ágætis afþreying en ekkert meira.

Mynd sem maður horfir á ef ekkert annað er í boði en annars mæli ég ekkki með þessari mynd ég verð þó að segja eins og er að hún hefði getað verið mun verri.

Ég ætla að vera mjög örlátur og gefa myndinni 2 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
How the Grinch Stole Christmas
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég vill byrja á því að segja að ég er enginn aðdáandi bókarinnar svo ég bjóst ekki við neinu merkilegu af myndinni.

Myndin er bara ágætis skemmtun og auðvitað grettir Jim sig á marga mismunandi vegur svo maður getur ekki annað en hlegið eða brosað.

Myndin er gerð þannig að nánast allir geti haft gaman af henni þó efast ég um það að þeir sem voru aðdáendur bókarinnar muni vera sáttir með myndina en annars er þetta ágætis fjölskyldu mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Equilibrium
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er snilldar mynd, ég get ekki lýst henni betur hún er vel leikinn vel gerð og handritið er algjör snilld.

Myndin er svoldið anda matrix.

Myndin gerist hún eftir 3 heimstyrjöldina og er mannkynið búið að gera sér grein fyrir því að það mun ekki lifa 4 styrjöldina af og hefur fundið lausnina á vandamálinu sem er lyf sem bælir allar mannlegar tilfinningar en auðvitað er ákveðinn hópur manna sem neitar að taka þetta lyf.

Ákveðinn lögregluhópur sem kallast cleric, sér um að ná og drepa þá sem taka ekki þetta lyf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Punisher
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er allt öðru vísi ofurhetjumynd en maður hefur séð nýlega til að byrja með eru engir ofurkraftar í myndinni hvorki hjá aðal söguhetjunni né óvininum og ofurhetjan punisher er á mörkunum á því að vera vondikallinn.

Fjölskylda Frank Castle er myrt af mafíu og nánast ganga frá honum,hér kemur það óvænta Frank Castle ákveður að hefna sín eða refsa mafíósanum sem leikinn er af John Travolta.

Það sem gerir þessa mynd betri en aðrar ofurhetju myndir (þó hún sé ekki nálægt því að vera jafn góð og spider man)er það að hún er svo mannleg og grimm, Frank eða The punisher sýnir enga miskunn.

Það sem mér finnst verst er að það hefði verið hægt að gera hana mun betri og meira spennandi en þetta er eng að síður skemmtileg mynd en ég efast um það að allir fýli þessa mynd.

Ég vona að myndin græði nógu mikið til að það komi framhaldsmynd þar sem þessi mynd fer aðallega í það að kynna persónurnar og það er ekki fyrr en í endann sem virkilegi hasarinn byrjar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Bonfire of the Vanities
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ágætis svört kómedía þar sem er fullt af góðum leikrum og góður leikstjóri af einhverjum ástæðum gleymdist þessi mynd mjög fljótt og það skil ég ekki þar sem þetta er hin fínasta mynd.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Van Helsing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ekki besta mynd sommers en þetta er allt í lagi afþreying þrátt fyrir það hvað hún er vitlaus en ég verð nú samt að segja það að hún hefði getað verið talsvert betri.

Hún er full af tæknibrellum og hún er none stop action movie hún er allt í lagi leikinn en þrátt fyrir þetta nær það ekki að bjarga söguþráðnum sem hefði getað verið mun betri en engu að síður er þetta ágætis afþreying.

Myndin er ekki góð en hún er ekki leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ice Age
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég viðurkenni það að pixar tölvuteiknimyndirnar eru flottari en þessi er ekki síðri en pixar myndirnar.

3 dýr finna barn ssem hefur orðið viðskilið við aðra menn og þau ákveða að skila barninu aftur til mannanna sem er ekki eins einfalt og það lítur út fyrir að vera í fyrstu sýn.

Bráð skemmtileg mynd sem gefur toy story ekkert eftir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Running Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir vonbrigðum ef ég á að segja eins og er þar sem ég var búinn að lesa bókina og var með mjög miklar vonir um myndina þar sem mér fannst bókin bara algjör snilld.

Ég varð fyrir smá vonbrigðum en ef ég hefði ekki verið búinn að lesa bókina hefði ég líklega gefið myndinni 3 stjörnur, ég tek hálfa stjörnu af þar sem það hefði verið hægt að gera hana betri.

Þetta er allt í lagi mynd ef maður býst ekki við neinu sérstöku.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Equilibrium
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er snilldar mynd í anda matrix það er að segja góður söguþráður semkemur manni verulega á óvart og mjög flott og hún sannar að peningarnir skipta ekki bara máli þegar gera á góða mynd þar sem þessi var gerði fyrir skít á priki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Liar Liar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ein af mínum uppáhalds jim carrey myndum söguþráððurinn er einfaldur en hann er um lögfræðing sem lýgur miera en hann mígur og sonur hans óskar þess að hann geti ekki logið í einn dag sem reynist mun erfiðara fyrir hann en maður getur ýmindað sér.

Snilldar mynd ég meig í mig af hlátri og guð má vita hvað ég er búinn að sjá hana oft en ég fæ aldrei leið á henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Bone Collector
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að viðurkenna það að ég hef séð betri myndir með Angelinu og Denzel en þetta er samt góð spennumynd

Morðinn eru hrottaleg og söguþráðurinn mætti vera aðeins betri en annars er myndin mjög góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gothika
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd kom mér verulega á óvart og ég hefði ekkert á móti því að sjá hana aftur.

Halle er virtur sálfræðingur sem vinnur með sjúklingum á geðveikrahæli.

Allt í einu vaknar Halle á geðveikrahælinu sesm hún hafði unnið á og er búinn að myrða eiginmann sinn en hún mann ekkert eftir því.

Myndin kemur skemmtilega á óvart og er leikur alveg frábær og söguþráður stórfínn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Men in Black II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrri myndin var talsvert betri en þetta er engu að síður ágætis afþreying.

Tæknibrellurnar eru ekkert merkilegar en samt ágætar og leikur sömuleiðis en það sem mér fannst mestu vonbrigðin var söguþráðurinn sem var ekki nærri eins góður og í fyrri myndinni en ef þér fannst fyrri myndin góð getru vel verið að þér finnist þessi skemmtileg ef þú býst ekki við of miklu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The 6th Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er nú ekki neitt merkileg mynd en það þýðir ekki að maður geti notað hana sem afþreyingu.

Hugmyndin í sjálfu sér er ágæt en hún er illa stýlfærð.

Ég vill ekki segja neitt um söguþráðinn annað en að Arnold vaknar og það er búið að klóna hann.

Tæknibrellurnar eru svona la la og leikur ja eins og í allt of mörgum myndum með arnold.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Unforgiven
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er bara snilldar mynd með snilldar leikurum og valda þeir Eastwood,Hackman og freeman manni ekki vonbrigðum í þessari snilldar mynd.

Söguþráðurin er mjög góður leikur frábær og sviðsetning góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Dreamcatcher
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd byrjaði mög vel spennandi forvitnileg og spennandi en eftir hlé var fjandinn laus handritið fór útum þufur og þegar maður kemst almennilega hvað gengur á ,er maður nær því að gráta en að vera hrædddur þar sem tæknibrellurnar er ekkert sérstakar og ja vondi kallinn er sorglega asnalegur en þetta er ekki búið enn hún verður bæði fáranlegt því lengra sem líður á myndinna og sífelt leiðinlegri.

Ég dauðsé eftir þessum 800kr en það var smá huggun að sjá matrix teiknimyndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Predator 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það lá við að ég færi að gráta myndin er svo léleg, mér fannst

fyrri myndin algjör snilld en þessi er bara leiðinleg ég get ekki lýst henni betur ég leigði hana á fimmtudagskveldi og það lá við að ég færi að fara heldur að horfa á the bachelor(ég þoli ekki þáttinn)en Glover,Bill Pullman ná rétt svo að bjarga myndin og tæknibrellurnar er helvíti góðar miðað við það hvað hún er gömul en söguþráðurinn er bara leiðinlegur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Gore er greinilega á uppleið í kvikmyndaheiminum hann sló ansi vel í gegn með myndinni the ring.

Þetta er snilldar ævintýramynd með frábærum leikurum og Johnny er bara punkturinn yfir i-ið.

Myndin kom mér mjög svo á óvart, þetta er besta Disney mynd sem hefur komið hefur út í alltof langan tíma.

Það er frábær húmor í myndinni og fínn hasar.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Session 9
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er leiðinleg mynd hún er þvilikt langdreginn illa leikinn bara leiðinleg.

Söguþráðurinn er ripp off af nokkrum hryllingsmyndum og hún er hvorki scary né spennandi.

Ég nennti ekki að kláran hún var svo leiðinleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Miss Congeniality
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er fín afþreying ekkert merkileg en samt mjög skemmtileg og Michael Caine er alveg brilliant (eins og vanalega) Sandra passar elveg í þetta hlutverk.

Ég get ekki sagt að myndin sé mjög vel leikinn þar sem ég tók hreinlega ekkert eftir því hann var hvorki slæmur né góður myndin er bara meðal í alla staði nema með húmorinn hann er aðeins yfir meðallagi eða að minnsta kosti fílaði ég hann.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lara Croft: Tomb Raider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það sem mér fannst að myndinni er hvað hún er ofboðsæega heimskuleg og óspennandi.

Ég var ekki rassgat spenntur og mér leiddist, en ef maður er hrifinn af myndum þar sem enginn hugsun kemur málinu við þá áttu eftir að vera hrifinn að þessari mynd en ég gef myndina 11/2 er vegna nokkurra flottra atriða,smá söguþráðs og tæknibrella.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Opinberun Hannesar
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá mér datt ekki í hug að það væri hægt að gera svona lélega mynd en honum tókst það, af einhverri ástæðu horði ég á þessa mynd (sem ég dauð sé eftir) ætli ég hafi ekki vonað að myndin batnaði en það gerðist ekki.

Það væri hægt að nota þessa mynd við kennslu í kvimyndagerð um það hvað mætti alls ekki gera undir neinum kringum stæðum.

Söguþráðurinn er vægast sagt barnalegur og leikur (ef það er hægt að kalla þetta leik) enginn.

Ég dauð sé eftir að hafa eitt meira en mínútu í þessa mynd.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Almost Heroes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er snilldar vitleysa með´ágætis leikurum,myndin er með smá Ace ventura húmor.

Chris farley dó á meðan tökum stóð og þess vegna var myndin lögð upp á hilluna í dágóðan tíma en svo var ákveðið að klára myndina tölvuteikna Chris farley og svo var hún gefin út tvemur árum eftir að hann dó, en sem betur fer var búíð að tak upp flest atriðinn með farley.

Þetta er bráð skemmtileg mynd sem er gaman að sjá að minnsta kosti einu sinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Cast Away
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er fín mynd reyndar verður hún ansi langdreginn a köflum en samt fín mynd sem minnir mann á Róbison Krúso nema það er búið að stílfæra söguna og setja hana í nútímann.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Basic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér finnst þetta virkilega góð mynd sem kom mér merkilega á óvart hún er ekki lengi að byrja og það er gaman að það er ennþá líf í John Mctiernan.

Þetta er sú tegund myndar sem maður þarf að pæla í en mjög skemmtileg mynd sem ég mæli með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Back to the Future Part III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Back to the future myndirnar eru algjörar snilld en þessi er samt lélegust af þeim en hún er engu að síður algjör snill sérstaklega tæknibrellurnar að minnsta kosti miðað við það hvað hún er gömul.

Í þessari mynd eru þeir fastir í vestrinu og eru auðvitað að eyna að komast heim ef ég segi meira er ég hræddur um að eyðileggja söguþráðinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Run Lola Run
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er svo sem áhugaverð mynd en ekket meira hún hvorki spennandi,fyndin né rómantísk hún er allt í lagi ekkert meira en samt er þetta áhugaverð mynd sem er allt í lagi að sjá einu sinni en ekkert meira.

Myndin er vel leikinn og áhugaverð en ekkert meira en ég gef henni 2 1/2 fyrir það hvað hún er áhugaverð og vel leikinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Romeo Must Die
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bölvuð vitleysa en samt hin fínasta afþreying svo lengi sem maður slekkur á helanum í 90 mínútur.

Mjög flott bardagatriði og flottar senur en eins og svo mjög oft er handritið ekkert til að monta sig af.

En ég gef myndina 2 fyrir flotta bardag og allt í lagi leik

en þetta er eins og ég sagði áður er þetta hin fínasta afþreying en ekkert meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Hunted
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd leikurinn er fínn en handritið er svo ofboðslega leiðinlegt ég get bara ekki lýst því hvað ég varð fyrir milum vonbrigðum ég var að pinda mig til þess að hætta ekki að horfa allan tímann vonaðist ég til þess að myndin yði betri en svo var ekki.

En ég gef myndinni 2 stjörnur fyrir leik og nokkur flott atriði en það vantar allan söguþráð (eins og í alltof margar myndir).
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
DragonHeart
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er hin fínasta afþreying, ekket merkileg mynd en fyndin og skemmtileg.

Tæknibrellurnar eru svona la la en fínar miðað við það að myndin er frá 1996 og ekki big budget mynd.

Mér hefur aldrei fundis dennis Quaid vera sérstakur leikari en mér hefur alltaf fundist Sean vera algjör snillingur og veldur hann manni ekki vonbrigðum sem rödd drekans.

Söguþráðurinn er bara fínn ekkert til að monta sig útaf en engu að síður fínn.

Ef þú varsthrifinn af þessari ekki sjá framhaldsmyndina ég sá brot úr henni og ég vildi að ég hefði aldrei séð það þar sem það ömurlegur leikur, búningarnir asnalegir o.s.f.v. en Dragonheart eitt er fín afþreying og ég mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Joe Versus the Volcano
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mjög heimskuleg mynd og gengur ekki upp en hún er engu að síður mjög skemmtileg.

Myndin er mjög skemmtileg og vel leikinn en svo lengi sem maður sættir sig við nokkur atriði sem ganga ekki upp en þetta er grínmynd svo maður sættir sig við þau.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Revolutions
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sú fyrst er sú besta án vaf og númer 2 var bar flott en ekkert annað var gott í henni.

Þegar ég fór á myndina bjóst ég við lélegri mynd þar sem 2 var ekkert sérstök en þessi er bar nokkuð góð en þegar maðu lýtur á heildarmyndina þá er hún ekki merkileg þar sem the matrix var bæði flott nýstárleg,hugmyndarík og samræðurnar voru vel skrifaðar en báðar framhaldsamyndirnar voru eins o þeir hugsuðu bara um hasar og að þeir hefðu bara eitt smástund í það að skrifa handritið.

Ég heyrði það stuttu eftir að ég var búinn að sjá matrix að það hefði alltaf verið ætlunin að gera 3 myndir, það getur svo sem verið sattt að það hafi verið upprunalega hugmyndin en þeir voru örugglega ekki búnir að gera fullklárað handrit.

Matrix revolution er bara nokkuð góð ef maður býst ekki við eins góðu meistarastykki og fyrsta myndin var en ég mæli með því að þið farið að sjá hana svo lengi sem þið búist ekki við of miklu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Green Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þettta er ekki góð mynd þetta er meistarastykki

Hún minnir mann svoltið á Shawshank redemption enda eru báðar myndirnar það er að segja green mile og shawhank redemption báðar byggðar á sögu Stephen king og báðar frá sama leikstjóra.

Söguþráðurinn re frábær leikur góður leikstjórn fín.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scary Movie 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er snilldar mynd frá David Zucker(Naked gun,Airplane)

sem er frábær og það er gert grín af The ring,others,signs og fleiri myndum.

Ég hef alltaf verið hrifinn af svona vitlausum grínmyndum þar sem er verið að gera grín af öðrum myndum og þessi mynd er ekki mikið síðri en naked gun og Airplane svo, skeltu þér á hana því hún er algjör snilld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Devil's Advocate
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er besta mynd Keanu Reeves fyrir utan Matrix og AL pacino

hefur ekki leikið í svona góðri mynd í of langan tíma.

Keanu leikur lögfræðing sem hefur aldrei tapað máli og honum er boðið starf hjá Pacino og þegar hann er byrjaður að vinna hjá pacino byrja undarlegir hlutir að gerast.

Þetta er snilldar mynd sem kom mér verulega á óvart og ég mæli eindregið með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Freddy vs. Jason
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef alltaf verið hrifin af hryllingsmyndum en ég hef aldrei

verið hræddur né spenntur en ég hef alltaf viljað sjá hverja hryllingsmyndirnar á fætur annari t.d. Halloween,Ffriday the 13th, nightmare on elm street og children of the corn en ég hef aldrei séð neina hryllingsmynd sem ég hef verið virkilega sattur við en það er allt annað að segja um freddy vs Jason þetta er góð og skemmtileg mynd sem ég mæli með,en reyndar var ég ekkert spenntur og mér brá ekkert heldur en þetta er samt geggjað skemmtileg mynd sem ég væri til í að sjá aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Roxanne
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er þessi grínmynd sem mund endast mjög lengi og alltaf gaman að sjá öðru hvoru.

Steve Martin leikur slökviliðstjóra sem er yfir sig hrifinn af Roxanne en hún er hrifinn af slökkviliðsmanni sem vinnur fyrir Steve.

Þetta er snilldar grínmynd sem er skylda að sjá og ef þér fannst þessi góð leigðu þá dirty rotten scoundlers með þeim Steve og Micheal Caine.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The World Is Not Enough
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef verið Bond aðdáandi síðan ég sá mínu fyrstu bond-mynd og þá var ég 4 ára gamall og síðan þá hef ég verið bond aðdáandi og því miður er þetta leiðinlegasta bond myndin hingað til að minu mati hún er ekki með þennan bond fýling og það er bara leiðinlegur söguþráður,það er nóg af sprengingum og það er vissulega andstæðingur sem minnir mann á gömlu óvini bonds það er að segja eins og jaws o.f.l en það er bara ekki nógu góður söguþráður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ace Ventura
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er snilldar grínmynd með meistaranum Jim Carrey sem Ace ventura dýraspæjara.

Þetta er besta grínmynd sem ég hef nokkur tímann séð og ég get horft á hana 500 sinnum án þess að fá leið á henni.

Ég hef ekki hitt neinn sem finnst hún leiðinleg og ég efast um að ég hitti einhvern sem finnst hún leiðinleg, ef þú hefur ekki séð hana mana ég þig til að fara út og leigja hana því þetta er snildar mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bad Boys II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrri myndin var svoleiðis miklu betri en þessi.

Hún er með alltof mikið af hasar.

Myndin er vissulega flott en það vantar meiri húmor (betri húmor).

Persónulega fannst mér fyrri myndin betri og skemmtilegri í alla staði og ég sé eftir að hafa eitt 800 kr í hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bad Boys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er frábær spennu/grínmynd með góðum leikurum og þótt ótrúlegt sé er líka gott handrit.

Þetta er snillar mynd sem ég get horft á aftur og mæli eindregið með henni sérstaklega þar sem það er fínn húmor í myndinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scary Movie 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er ekki eins góð og fyrri myndin en hún er nú ekki léleg.

Ég hef alltaf haft gaman af bull hryllings/draugamyndum og hef séð flestar myndinar sem er verið að gera grín að í þessari mynd, maður hefur ekkert gaman af myndinni ef maður er ekki búinn að sjá myndir eins six sence,haunting,poltergiest(snilldar mynd),hanniba,exorcist og fleiri myndir.

Margir hafa verið að kvarta yfir því að það sé enginn söguþráður í þessari mynd so what það er vanalega enginn sérstakursöguþráður í myndum þar sem er verið að gera grín af öðrum myndum.

En ef maður er búinn að sjá fullt af hryllingsmyndum eru meiri líkur að maður vitit afhverju er verið að gera grín að í þessari mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Glory
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er algjört meistarastykki sem allir verða að sjá.

Söguþráðurinn er algjör snilld og leikurinn er frábær.

Ég get ekki lýst myndinni þú verður bara að sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Shawshank Redemption
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vá, þessi myd er bara snilld ég get ekki lýst henni betur.

Ég vill ekki segja neitt um söguþráðinn nema það að tim robbins leikur mann sem fer í fangelsi.

Þetta er meistarastykki sem allir verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Full Metal Jacket
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Vanalega fýla ég ekki stanley kubrick myndir en þessi er algjör snilld.

Myndin er mjög vel leikinn og handrit frábært, leikstjórn góð og myndataka fín.

þetta er algjör skyldu mynd fyrir bíómynda aðdáendur, þessi mynd er skotheld og ég mæli eindregið með henni.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shanghai Noon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er snilldar grín/spennu/hasarmynd, bardagaatriði eru mjög flott, söguþráður góður og leikur fínn.

Sjáðu Þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bowfinger
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst þetta bara fín grínmynd, frekar heimskuleg en engu að síður mjög skemmtileg og bráðfyndinn, leikurin er mjög góður eins og búast má við af Eddie Murphy, Steven Martin og Heather Graham.

Ég mæli með því að sjá þessa grínmynd næst þegar þú ferð á vídeóleigu.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vertical Limit
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er svo heimskuleg mynd að það er ekki fyndið,söguþráðurinn er svo fyrirsjáanlegur og óraunsær, leikur gæti verið betri en samt þolanlegur, ég mæli með því að leigja einhverja aðra mynd en þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
2 Fast 2 Furious
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst við lélegri mynd og það er það sem ég fékk.

Myndin er meira að segja of ýkt fyrir mig, söguþráðurinn gæti verið þónokkuð betri en mér fannst hann lagast þegar það leið á myndina,leikurinn var freka stirður hjá sumum.

Þessi mynd er alltof lík fyrri myndinni að of mörfu leit en

ef maður hefur ekkert að gera er allt í lagi að sjá hana, en hún er að mínu mati ekki 750kr virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ballistic: Ecks vs. Sever
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þér leiðist og vilt deyja úr leiðindum sjáðu þessa,

ég bjóst ekki við það miklu en varð samt fyrir vonbrigðum,

hvernig gátu Antonio Banderas og Lucy Liu platað sig til að taka þátt í þessu rugli.

Söguþráður er enginn og leikstjórn ömurleg.

Þetta er mynd sem maður vill gleyma.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Con Air
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ekki leiðinleg mynd að mínu mati en hún er mjög óraunsæ.

Mér leiddist ekki þegar ég var að horfa á hana, en hló að sumum atriðum sem voru svo heimskuleg og hún er svoddan klisja

en ef þú hefur ekkert við tíman að gera er svo sem allt í lagi að horfa á hana einu sinni maður má bara ekki láta smáatriðin fara í taugarnar á sér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Thing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er örugglega ein af bestu hryllingsmyndum sem ég hef séð

tæknibrellurnar eru mjög góðar miðað við aldur myndar,leikur er fínn og söguþráður góður.

Ef þú vilt sjá góða hryllingsmynd þá er þetta rétta myndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Legend of Drunken Master
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er eins og flestar Jackie Chan myndir aðalsöguþráðurinn er slagsmál og smá húmor.

Það sem fór mest í taugarnar á mér er hvað hún er ofboðslega illa talsett.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rocky
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er skyldu mynd fyrir box aðdáendur, söguþráðurinn er meistarastykki og leikur góður.

Margir halda að þessi mynd sé fyrsta boxmynd Sylvester en það

er mynd eftir Alfred Hitchcook,sem heitir Ring og hún var fyrsta boxmynd Syl.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ronin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er þrusugóð hasarmynd með snildar leikurum þar á meðal Robert DeNiro.Þetta er mynd sem ég get séð aftur og aftur.

Kvikmynda takan er góð og söguþráðurinn er frábær.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Identity
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er mynd sem maður er alltaf að skipta um skoðun hver morðinginn er, kannski er ég svona vitlaus en ég áttaði mig ekki á því fyrr en endann.

Ef þú ert að leita að mynd með leikurum sem valda manni ekki vonbrigðum og söguþráður sem er flókinn en góður ekki hika við það að sjá þessa því hún er mjög spennandi og með mjög snúinn söguþráð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Confidence
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta erfrábær mynd sem ég mæli eindregið með þú ert að leita að góðri glæpamynd með snilldar söguþráð.

Þessi mynd er mjög lík ocean´s eleven að því leiti að það er gott plott í myndinni.

Maður verður ekki fyrir vonbrigðum með leikarana Dustin hoffman(rain man,litle big man,tootsie o.fl.) Rachel Weisz(mummy) Edward Baurns (15 minutes,Any given sunday).

Ef þú ert að leita að góðri glæpamynd með góðu plotti þá er þetta rétta myndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix Reloaded
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég bjóst við snilldar mynd og það er það sem ég fékk,

söguþráðurinn er ekki alveg eins góður og í fyrstu myndinn enda mætti segja að ég sé bara sjá fyrri hlutann að framhaldsmynd matrix þar sem matrix revolution er beint framhald af matrix reloaded, en maður verður að bíða rólegur eftir matrix 3.

Leikur er betri en í fyrstu myndinni og tæknibrellurnar er bara meistarastykki.

Þetta er bara eitt stórt meistarastykki(eða 3)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Hannibal
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er að mínu mati langt því frá jafn góð og silence of the lambs, ef ekki væri fyrir frábæran leik Anthony hopkins

fengi myndin bara eina og hálfa stjörnu.

Þetta er semt allt í lagi afþreying ef þú hefur ekkert að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard with a Vengeance
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er lélegasta Die Hard myndin en samt er þetta ekki léleg mynd.

Söguþráðurinn er fínn og leikur góður hjá Bruce Willis,Samuel L

Jackson og Jeremy Irons, það er betri söguþráður í fyrstu tvemur myndunum en samt mæli ég með þessari því þetta er hin fínasta afþreying.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Entrapment
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Catherene og Sean klikka ekki í þessari snilldar mynd frá Jon Amiel(The man who knew too litle).

Söguþráðurinn er góður, leikur er frábær en við hverju á maður að búast frá Sean og Catherene.

Sjáðu þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planet of the Apes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tim hefur vanalega gert mjög góðar myndir t.d Batman,Beetlejuice og sleepy hollow en þetta er að mínu mati ein sú lélegasta sem hann hefur gert.

Gerfin eru alveg ofboslega flott en þau ná ekki að redda myndinni, leikurinn er góður en söguþráðurinn er klúður.

Ég er búinn að sjá upprunalegu myndina og að mínu mati er hú miklu betri.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Who Am I?
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þú ert hrifinn af mynd þar 90% myndarinnar er barist þá verðurðu ekki fyrir vonbrigðum með þessa.

söguþráðurinn er einfaldur og maður veit alltaf hvað er að fara að gerast,en þetta er samt ágætis afþreying.

Þegar myndin er búinn skaltu ekki slökva strax vegna þess það koma misheppnuð atriði eftir myndina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
X-Men 2
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mér fannst fyrri myndinn góð en þessi er að mínu mati betri

en fyrri myndin.

Söguþráðurinn er góður og tæknibrellurnar eru frábærar,

leikarnir valda manni ekki vonbrigðum.

Ef þú ert hrifinn af góðum ofurhetju myndum skaltu ekki missa af þessari.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jeepers Creepers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er ömurleg hryllingsmynd leikstjórinn er bara að reyna

að búa til hryllingsmynd með því að nota blóð og líkamshluta.

Ég mæli með því að FORÐAST þessa mynd ef þú sérð hana á leigunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei