Disney skrímslið úr „Handlaginn Heimilisfaðir“ þáttunum hefur ákveðið að setjast fyrir aftan myndavélina í þetta skiptið. Hann mun leikstýra myndinni Crazy on the Outside, sjálfstæðri gamanmynd um fyrrverandi glæpamann sem finnst lífið mun erfiðara fyrir utan lás og slá sérstaklega eftir að systir hans gerir honum lífið erfiðara. Áætlað er að Ray Liotta, Carrie-Anne Moss, Julie Bowen og Kelsey Grammer munu leika í myndinni.
Allen hefur þó leikstýrt einum þætti af Handlaginn Heimilisfaðir, en reynslan er ekki meiri en það.

