Trailer: 3. þáttaröð af Prison Break

Söguþráður þriðju þáttaraðarinnar af Prison Break mun eiga sér stað í fangelsi í Panama. Wentworth Miller og Dominic Purcell leika sem fyrr aðalhlutverkin. Nýir karakterar bætast í hópinn, þar á meðal Sofia, sem leikin verður af Danay Garcia. Sofia er íbúi í Panama sem á kærasta í fangelsinu sem karakter Millers dvelur í. Robert Wisdom leikur eiturlyfjabarón að nafni Lucero og Jodi Lyn O’Keefe leikur skuggalegan ríkisstarfsmann en orðrómurinn segir að karakterinn muni heita Betty Crocker.

Óþreyjufullir aðdáendur þáttanna geta horft á nær 17 mínútna langan trailer hér.